100 ára!
Þann 19. nóvember árið 1908 fæddist stúlkubarn í húsinu við Sundstræti 33 á Ísafirði og þar hefur hún búið síðan. Henni var gefið nafnið Herdís og hefur alla tíð síðan verið kölluð Dísa Alberts. Ég er auðvitað að tala um hana langömmu mína sem við systkinin köllum alltaf Ömmu á Bökkunum en börnin okkar kalla Löngu.
Amma á eina dóttur, 5 barnabörn, 10 langömmubörn og 16 langa-langömmubörn (ef ég hef talið rétt).
Í dag er eini dagurinn síðan ég flutti hingað út sem ég hefði viljað vera heima. Þá meina ég auðvitað heima á Ísafirði til þess að fagna þessum degi með ömmu og allri fjölskyldunni. En það er víst ekki í boði svo ég hugsa bara sterkt heim og er með henni í huganum.
Elsku amma/Langa,
INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ 100 ÁRA AFMÆLIÐ!!!
7 Comments:
Til hamingju með afmælið Dísa á Bökkunum og allir hennar ættingjar og vinir.
Þórdís
Þetta er allt í lagi ég kyssi hana fyrir okkur, er mætt vestur.
Kveðja Ólöf
Til lukku með ömmu þína :) Hún var flott í fréttunum hehe ..
Lói minn hefði orðið 15 ára í dag ...
Kveðja Inda
Til hamingju með ömmu/löngu.
Ég gleymi aldrei vetrinum sem ég fór alltaf með þér í löngufrímínútunum í húsið á bökkunum. Það var engu líkt að koma þangað.
Bestu kveðjur að vestan
Sóley Vet
Elsku Anna og fjölskylda, til hamingju með þessa merkilegu konu. Stórkostlegt að hún skuli fá að verða svona gömul og flott.
Kveðja
Addý
Sælar frænkur mínar.
Amma okkar var sko flott í afmælinu í gær. Við fórum átta saman í flugi vestur og heim aftur allt of snemma. En við náðum góðri stund samt sem áður.
Hvað er annars meilið þitt Anna mín ? Kv. Sigga J.
Hæ skvís. Þín var saknað í afmælinu. Við áttum góðar stundir með henni systur þinni og hennar fjölskyldu, mömmu þinni og Gunnlaugi og auðvitað löngu þinni því við fórum keyrandi og gistum með Dísu og co á Góustöðum. Vonandi græturu ekki of mikið þegar þú skoðar vídeoið sem verið er að útbúa handa þér.
Knús í útlandið til ykkar mæðgna.
Ásdís
Skrifa ummæli
<< Home