31.10.06

Ekki alveg dauð enn

... en fór nálægt því, held ég. Allavega var ég næstum dauð úr pirringi yfir því að hafa hálsbólgu og leiðindi í 2 vikur :( En það er allt að koma þó hægt gangi.

Annars gengur lífið sinn vanagang hjá okkur mæðgunum og hundi. Við fórum til Dagrúnar í Þykkvabæinn um helgina og erum alveg á fullu með henni og strákunum í að undirbúa stofnun mótorhjólasafnsins. Þetta er voðalega spennandi og mér finnst frábært að fá að taka þátt í þessu. Þó ég eigi enga peninga til að leggja af mörkum í verkefnið þá legg ég til mína verkfræðikunnáttu og reyni að gera eitthvað gagn. Það verður gaman að stússast í þessum undirbúningi í vetur.

Ein samviskuspurning, fengi maður virkilega dauðadóm fyrir að myrða Bolvíking???
Sko mig dreymdi það nefnilega nóttina sem ég gisti í Þykkvabænum að það ætti að fara að taka mig af lífi fyrir að hafa verið völd að dauða einhvers bolvísks stráks. Ég fullyrti að vísu í draumnum að ég hefði ekkert komið nálægt því og sagðist vera saklaus en enginn trúði mér. Málið var komið svo langt að það voru bara 1-2 tíma í að í mig yrði sprautað einhverri ólyfjan til að deyða mig. Fullt af fólki var farið að flykkjast að til að fylgjast með og meðal annars man ég eftir að hafa séð bregða fyrir andlitum á fólki sem ég þekki ekkert í raunveruleikanum en ég veit að eru frá Bolungarvík.
Ég man að ég var að hafa áhyggjur af stelpunum mínum sem voru á þessu tímabili töluvert yngri en þær eru í dag. Var að hafa áhyggjur af þeirra framtíð ef þær þyrftu bæði að lifa með því að missa mömmu sína og svo þeirri staðreynd að hún hefði verið dæmdur morðingi. Ég meira að segja man eftir að hafa sent einhvern með Ólöfu heim því hún hefði ekkert að gera með að sjá mig líflátna (!!). Ég vaknaði svo áður en ég var sett á bekkinn til að fá dauðasprautuna.
Úff púff, það er ekki öll vitleysan eins!!!

23.10.06

Þvottur eða þvottur það er spurningin

Hvað gerir maður þegar fína rauða ullarpeysa unglingsins fer óvart á of heitt prógram í þvottavélinni? Nú þá passar hún auðvitað bara á þann yngsta í fjölskyldunni!!!


Eins og sjá má þá var hann ekki glaður með þessa hugmynd og það skal tekið fram að engin dýr voru meidd við gerð þessarar myndar.

p.s. Depill þakkar góðar afmæliskveðjur :)

20.10.06

Hausinn fullur af kvefi

Ég fékk líka þessa "fínu" kvefpest. Byrjaði á þriðjudagskvöldið með smá eymslum í hálsinum og vaknaði svo á miðvikudagsmorguninn með hálsbólgu og eymsli í eyrum og augum. Reyndi svo í gær að hunsa þetta, fór í vinnuna með hjálp paratabs, sólhatts og hálstaflna en gafst upp í morgun þegar hausinn var orðinn fullur af hor (næs!!) og röddin frekar hverful. Ligg því heima núna og vorkenni sjálfri mér alveg svakalega :(

En að öðrum fréttum, hann Depill, einkasonurinn á heimilinu er eins árs í dag :) Núna bíð ég bara spennt eftir því að hann hætti að vera óþekkur því það hafa svo margir hundaeigendur sagt að alls konar ósiðir hverfi eftir eins árs aldurinn!!! Ha ha ha, nei svona í alvöru þá held ég að ég verði bara að reyna betur. Ég er búin að komast að því að ég er líklega ekki heimsins besti hundauppalandi (ekki einu sinni númer 2!). En hvað um það, litla krúttið á afmæli í dag og hann fékk nýja hálsól í afmælisgjöf frá okkur mæðgunum. Nú er hann ekki lengur með einhverja græna nylon ól með endurskynsmerki á heldur er orðinn töffari með svarta leðuról með göddum :)

Jæja, kvedja frá stíbbludum nebba og hásum hálsi...

16.10.06

How much lust do you have?

Það er alltaf gaman að taka einhver svona próf á netinu :) Ég veit að þetta svar kemur vinum mínum MJÖG á óvart - ha ha ha.....

Your Lust Quotient: 52%

You are definitely a lustful person, but you do a good job of hiding it.
Your friends would be surprised to know that your secretly very wild!

Já þið yrðuð svoooo hissa ef þið bara vissuð hvað leynist undir saklausu yfirborði mínu.........

10.10.06

Barnabörnin

Sáuð þig þáttinn "Dýravinir" á skjá einum á sunnudagskvöldið? Ja ég sá hann ekki en frétti af því að í honum hefðu verið "barnabörnin" mín þ.e. afkvæmi Kubbs heitins :) En fyrir þá sem missu af þá er hægt að sjá þáttinn hérna. Krútti-krútti-krútti......!

6.10.06

Til Köben og heim aftur

Já það er skömm frá því að segja að ég hef ekkert bloggað í marga, marga daga. En síðan síðast er ég búin að fara til Kaupmannahafnar á námskeið og er komin heim aftur.
Námskeiðið var ágætt en lærði svosem ekki neitt nýtt á því. Það var samt svolítið gaman að finna að ég var ekki eins vitlaus og ég hélt ;) hí híhí...
Notaði tækifærið og verslaði smá af nauðsynjum á okkur mæðgurnar en ég er hreinlega ekki gerð til þess að versla. Ég bara þoli það ekki :( Náði samt að kaupa það sem stóð á innkaupalistanum áður en ég þurfti að rjúka út á flugvöll aftur. En hefði svosem ekkert þurft að flýta mér því það var um tveggja og hálfs tíma seinkun á vélinni svo að það voru bara rólegheit á Kastrup.
Ég var því ekki komin heim og upp í rúm fyrr en kl. 3 í nótt og var þá orðin ansi sybbin og þreytt. Meira hvað það getur tekið á að versla svona, ég bara skil ekki hvernig fólk fer að því að fara í verslunarferðir til útlanda??? Ég mundi í fyrsta lagi ekki nenna því og í öðru lagi ekki tíma að eyða tímanum í það. En jæja, það hefur hver sinn stíl í þessum efnum sem og öðrum.

Best að fara að vinna smá svo ég geti borgað fyrir alla eyðsluna, bless í bili...