6.10.06

Til Köben og heim aftur

Já það er skömm frá því að segja að ég hef ekkert bloggað í marga, marga daga. En síðan síðast er ég búin að fara til Kaupmannahafnar á námskeið og er komin heim aftur.
Námskeiðið var ágætt en lærði svosem ekki neitt nýtt á því. Það var samt svolítið gaman að finna að ég var ekki eins vitlaus og ég hélt ;) hí híhí...
Notaði tækifærið og verslaði smá af nauðsynjum á okkur mæðgurnar en ég er hreinlega ekki gerð til þess að versla. Ég bara þoli það ekki :( Náði samt að kaupa það sem stóð á innkaupalistanum áður en ég þurfti að rjúka út á flugvöll aftur. En hefði svosem ekkert þurft að flýta mér því það var um tveggja og hálfs tíma seinkun á vélinni svo að það voru bara rólegheit á Kastrup.
Ég var því ekki komin heim og upp í rúm fyrr en kl. 3 í nótt og var þá orðin ansi sybbin og þreytt. Meira hvað það getur tekið á að versla svona, ég bara skil ekki hvernig fólk fer að því að fara í verslunarferðir til útlanda??? Ég mundi í fyrsta lagi ekki nenna því og í öðru lagi ekki tíma að eyða tímanum í það. En jæja, það hefur hver sinn stíl í þessum efnum sem og öðrum.

Best að fara að vinna smá svo ég geti borgað fyrir alla eyðsluna, bless í bili...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jæja ég náði ekkert í þig um helgina en það er náttúrulega skömm að ég skildi ekki vera send með þér í svona ferðir, ég gæti verslað fyrir okkur báðar og þú bara setið á pöbb og passað pokana.
Svoleiðis höfum við Nonni það og það virkar vel fyrir báða......

09 október, 2006 09:39  
Anonymous Nafnlaus said...

Jahérna hér...ég sem fer í spes ferðir til usa eingöngu til að shoppa:)

:)

Inda

12 október, 2006 08:24  
Blogger Anna Malfridur said...

Já það er bara gott að það eru ekki allir eins :)

13 október, 2006 15:19  

Skrifa ummæli

<< Home