Ekki alveg dauð enn
... en fór nálægt því, held ég. Allavega var ég næstum dauð úr pirringi yfir því að hafa hálsbólgu og leiðindi í 2 vikur :( En það er allt að koma þó hægt gangi.
Annars gengur lífið sinn vanagang hjá okkur mæðgunum og hundi. Við fórum til Dagrúnar í Þykkvabæinn um helgina og erum alveg á fullu með henni og strákunum í að undirbúa stofnun mótorhjólasafnsins. Þetta er voðalega spennandi og mér finnst frábært að fá að taka þátt í þessu. Þó ég eigi enga peninga til að leggja af mörkum í verkefnið þá legg ég til mína verkfræðikunnáttu og reyni að gera eitthvað gagn. Það verður gaman að stússast í þessum undirbúningi í vetur.
Ein samviskuspurning, fengi maður virkilega dauðadóm fyrir að myrða Bolvíking???
Sko mig dreymdi það nefnilega nóttina sem ég gisti í Þykkvabænum að það ætti að fara að taka mig af lífi fyrir að hafa verið völd að dauða einhvers bolvísks stráks. Ég fullyrti að vísu í draumnum að ég hefði ekkert komið nálægt því og sagðist vera saklaus en enginn trúði mér. Málið var komið svo langt að það voru bara 1-2 tíma í að í mig yrði sprautað einhverri ólyfjan til að deyða mig. Fullt af fólki var farið að flykkjast að til að fylgjast með og meðal annars man ég eftir að hafa séð bregða fyrir andlitum á fólki sem ég þekki ekkert í raunveruleikanum en ég veit að eru frá Bolungarvík.
Ég man að ég var að hafa áhyggjur af stelpunum mínum sem voru á þessu tímabili töluvert yngri en þær eru í dag. Var að hafa áhyggjur af þeirra framtíð ef þær þyrftu bæði að lifa með því að missa mömmu sína og svo þeirri staðreynd að hún hefði verið dæmdur morðingi. Ég meira að segja man eftir að hafa sent einhvern með Ólöfu heim því hún hefði ekkert að gera með að sjá mig líflátna (!!). Ég vaknaði svo áður en ég var sett á bekkinn til að fá dauðasprautuna.
Úff púff, það er ekki öll vitleysan eins!!!
6 Comments:
Ojbara... Ekki langar mig til að dreyma eitthvað svona!
Önnur samviskuspurning.. Hvað varstu eiginlega að horfa á í sjónvarpinu áður en þú fórst að sofa???
Aldrei slíku vant þá horfði ég ekkert á sjónvarp þetta kvöld!
Heyrðu, það er á hreinu að það er ekki dauðarefsing fyrir að drepa Bolvíking, suma allavega, frekar en aðra vestfirðinga....... Æi þetta var ljótt..... við erum nú öll svooooo einstök... er það ekki
Ekki er öll vitleysan eins:)
Kveðja Inda
"Ein samviskuspurning, fengi maður virkilega dauðadóm fyrir að myrða Bolvíking???"
Anna Málfríður!!!!
Þetta er spurning sem þarf ekki að svara. Hverjum gætið dottið sú heimska í hug að drepa Bolvíking??
Kv. Martha frænka úr Bolungarvík
Skrifa ummæli
<< Home