Hausinn fullur af kvefi
Ég fékk líka þessa "fínu" kvefpest. Byrjaði á þriðjudagskvöldið með smá eymslum í hálsinum og vaknaði svo á miðvikudagsmorguninn með hálsbólgu og eymsli í eyrum og augum. Reyndi svo í gær að hunsa þetta, fór í vinnuna með hjálp paratabs, sólhatts og hálstaflna en gafst upp í morgun þegar hausinn var orðinn fullur af hor (næs!!) og röddin frekar hverful. Ligg því heima núna og vorkenni sjálfri mér alveg svakalega :(
En að öðrum fréttum, hann Depill, einkasonurinn á heimilinu er eins árs í dag :) Núna bíð ég bara spennt eftir því að hann hætti að vera óþekkur því það hafa svo margir hundaeigendur sagt að alls konar ósiðir hverfi eftir eins árs aldurinn!!! Ha ha ha, nei svona í alvöru þá held ég að ég verði bara að reyna betur. Ég er búin að komast að því að ég er líklega ekki heimsins besti hundauppalandi (ekki einu sinni númer 2!). En hvað um það, litla krúttið á afmæli í dag og hann fékk nýja hálsól í afmælisgjöf frá okkur mæðgunum. Nú er hann ekki lengur með einhverja græna nylon ól með endurskynsmerki á heldur er orðinn töffari með svarta leðuról með göddum :)
Jæja, kvedja frá stíbbludum nebba og hásum hálsi...
4 Comments:
Hæ esskan.
Slæmt þetta með pestina:(
En til lukku með hvutta:)
Kveðja Inda
Ps. Þér er boðið í heimsókn þegar pestin er farin...mig er farið að vanta vinkonur mínar.
til hamingju með hvutta. litli minn er einmitt 10 mánaða lika í dag.. eða þá líklega í gær.......
uuuu og með litli minn, meinti ég sko barnið.....ekki dýrið.
Til hamingju með dýrið kæra vinkona og láttu þér nú batna mín kæra.
Skrifa ummæli
<< Home