lítið að frétta
Það var lítið afrekað þessa helgina. Nema jú að ég fékk að prófa Hallann hennar Jónu :) Ég fékk að fara smá rúnt á hjólinu hennar sem er akkurat helmingi kraftmeira en mitt. Það var voða gaman að viðra sig aðeins en ég get ekki sagt að ég mundi vilja skipta við hana, nema hvað varðar kraftinn, væri alveg til í að hafa aðeins meira af honum í mínu hjóli. Það passar bara svo vel fyrir mig (hjólið mitt sko). Ásetan og stýrið er svo passlegt og svo er það svo skemmtilega lipurt. Ég fékk bara enga Harley veiki eftir þessa prufukeyrslu, jafnvel þó þetta sé stærsti víbrator sem ég hef haft á milli fóta minna!!!! (afsakið þeir sem eru viðkvæmir :-/ )
Ég er alveg að fíla nýja mataræðið í tætlur. Ég hef ekki borðað neitt namma (nammigrísinn sjálfur!) í nærri 3 vikur ;) og hef haldið mig svona um 80-90% við það sem ég á að borða. Mesti munurinn er að ég reyni af fremsta megni að sneiða framhjá öllum aukaefnum, hef sem mest ferskt. Ég er búin að prófa nokkrar rosalega góðar uppskriftir og eru sumar þeirra á síðunni http://www.cafesigrun.com/ t.d. þessi grænmetiskássa (mmm algert æði!!) og þetta salat og sósan með. Alveg svakalega gott.
Ég get t.d. sagt ykkur það að á tveimur vikum missti ég 5 kg sem ég tel vera aðallega eða eingöngu vatn. Svona hefur bjúgurinn verið mikill án þess að ég hafi gert mér grein fyrir því.
Bless í bili...