25.9.06

lítið að frétta

Það var lítið afrekað þessa helgina. Nema jú að ég fékk að prófa Hallann hennar Jónu :) Ég fékk að fara smá rúnt á hjólinu hennar sem er akkurat helmingi kraftmeira en mitt. Það var voða gaman að viðra sig aðeins en ég get ekki sagt að ég mundi vilja skipta við hana, nema hvað varðar kraftinn, væri alveg til í að hafa aðeins meira af honum í mínu hjóli. Það passar bara svo vel fyrir mig (hjólið mitt sko). Ásetan og stýrið er svo passlegt og svo er það svo skemmtilega lipurt. Ég fékk bara enga Harley veiki eftir þessa prufukeyrslu, jafnvel þó þetta sé stærsti víbrator sem ég hef haft á milli fóta minna!!!! (afsakið þeir sem eru viðkvæmir :-/ )

Ég er alveg að fíla nýja mataræðið í tætlur. Ég hef ekki borðað neitt namma (nammigrísinn sjálfur!) í nærri 3 vikur ;) og hef haldið mig svona um 80-90% við það sem ég á að borða. Mesti munurinn er að ég reyni af fremsta megni að sneiða framhjá öllum aukaefnum, hef sem mest ferskt. Ég er búin að prófa nokkrar rosalega góðar uppskriftir og eru sumar þeirra á síðunni http://www.cafesigrun.com/ t.d. þessi grænmetiskássa (mmm algert æði!!) og þetta salat og sósan með. Alveg svakalega gott.
Ég get t.d. sagt ykkur það að á tveimur vikum missti ég 5 kg sem ég tel vera aðallega eða eingöngu vatn. Svona hefur bjúgurinn verið mikill án þess að ég hafi gert mér grein fyrir því.

Bless í bili...

18.9.06

...

Það er eins og venjulega, brjálað að gera í vinnunni og ég gef mér ekki einu sinni tíma til að blogga!!
Ég tók mér samt einn dag frá vinnu á laugardaginn og fór í þykkvabæinn þar sem fullt af liði var mætt til þess að klæða þakið á annarri kartöflugeymslunni. Mikið var nú gott að komast út í góða veðrið og taka aðeins til hendinni í staðinn fyrir allt tölvustarið (eða á maður að segja störunina?). Við Hildur og Depill borðuðum með sveitalubbunum og fórum svo í bæinn seint um kvöldið.
Ég eignaðist einn nýjan karlkyns aðdáanda þarna en eins og vill loða við mig undanfarið þá er aldurinn á honum ekki hár! Þetta var þriggja ára sonur Dóra Andar, s.s. litli andarunginn hann Tristan. Þvílík endemis dúlla sem drengurinn er. Hann var úti að leika sér allan daginn og fékk að gera sig eins skítugan og hann vildi, fékk að klifra upp á allt sem honum datt í hug (með þó smá safety mörkum) enda stoppaði hann ekki fyrr en hann lognaðist út af rétt fyrir kvöldmat.
Ég er svo mikil barnakelling og náttúrumanneskja að mér finnst yndislegt að fylgjast með svona dugnaðarforkum sem eru moldugur upp fyrir haus :) Hann ætlaði líka heim með mér um kvöldið enda sagði pabbi hans að ég mætti eiga hann og drengurinn var sko alveg sammála því, hahaha!

En ... best að halda áfram að vinna, bara ein lítil auglýsing að lokum:

Hún Hildur flautuleikari er að safna fyrir ferð með Skólahljómsveit Austurbæjar til útlanda í vor og er að selja wc-pappír og eldhúsrúllur. Í boði er:
Papco 48 rúllur 2.000 kr
WC-pappír Katrin 64 rúllur, afar þétt á rúllu, WC-pappír 3.500 kr.
Papco 24 eldhúsrúllur, 50 blöð á rúllu 2.000 kr.


Endilega látið mig vita ef þið viljið kaupa, fyrir 24. sept. n.k. og ég mun koma þessu til ykkar.
Þið getið sent mér tölvupóst á anna@verk.is .

Yfir og út......

12.9.06

gengur vel...

Nýja mataræðið gengur bara vel. Ég hef verið voða dugleg að elda og prófa mig áfram og þar sem það hefur tekist vel þá er þetta bara gaman. Þetta hjálpar mér að borða reglulega og vera ekki að gleypa í mig einhvern óþverra bara af því ég nenni ekki að elda. Það er nefnilega ekki mikið til af skyndibitum sem ég má borða núna svo að ég neyðist til þess að hafa helling fyrir eldamennskunni. Hver veit, kannski verð ég bara orðin rosa kokkur eftir þetta allt saman ;) hehehe...
Líkaminn er aðeins að jafna sig á þessari kúvendingu sem ég tók. Fyrstu dagana var ég alveg voðalega syfjuð alltaf og svo var greinilega einhver hreinsun í gangi því ég var ekki í húsum hæf vegna ólyktar sem rauk út um afturendann á mér :-/ úff -púff! En það er allt að lagast.
Ég er búin að gera alls konar rétti og er að spá í að kanna hvort ég get gert einvhers konar hliðarsíðu við þessa þar sem ég get deilt með ykkur uppskriftum með því sem vel tekst. Það kemur bara í ljós.

Í kvöld fæ ég að passa hana Höllu Katrínu vinkonu mína, sem er þvílíkt að blómstra þessa dagana :) Hlakka til að fá að knúsa hana og kreista. Bið að heilsa í bili,
yfir og út......

8.9.06

tiltekt í heilsunni

Ég fór til hennar Kollu grasalæknis í vikunni. Hún ætlar að hjálpa mér að koma skrokknum á mér í betra lag t.d. með því að losna við mikinn bjúg sem hefur hrjáð mig lengi og svo hef ég verið svo aum í öllum vöðvum.
Hún setti mig á heví-duty kúr, bæði hvað varðar mataræði og jurtalyf. Kúrinn miðar aðallega að því að borða helst algerlega óunnar afurðir og mikið af grænmeti. Allur sykur er tekinn út og næstum allar mjólkurafurðir. Svo að núna á ég að borða öll korn heil (gerði t.d. mjög skrítinn hafragraut úr heilum höfrum!), sleppa geri og koffeini. En það sem er kannski erfiðast fyrir svona Knorr og Toro fíkil eins og mig er að sleppa öllum pakkasósum og stuffi því að í því er næstum undantekningalaust msg sem er algert eitur!!! Hmm.... ég neyðist líklega til að fara að læra að elda!?!
Sem sagt, lítið kjöt, meiri fisk og mikið grænmeti!! Að auki tek ég jurtalyf bæði í hylkjum og dufti sem hrært er út í vatn, 1 msk af extra virgin ólífuolíu á morgnanna ásamt 2 msk af hörfræjaolíu. Ég get alveg sagt ykkur strax að þær eru ekkert bragðgóðar svona einar og sér!!!!

En... ég er bjartsýn og strax á fyrsta degi sá ég mun á bjúgnum á höndunum á mér svo að núna ætla ég að vera dugleg :)

Bless bless frá heilsuheimilinu í hlíðunum ;)

4.9.06

gobbedí - hvað???

Það hafðist loksins að draga mig á hestbak á sunnudaginn. Hildur og Jóna eru búnar að tala um það í heilt ár að koma mér á bak einhverri bykkju, að ég held aðallega til þess að þær geti skemmt sér yfir því!!! En það fór sem sagt þannig að í gær var farið í reiðtúr í boði Jónu hjá Íshestum þar sem Hildur var að hjálpa til í fyrrasumar og Alli hennar Indu var að hjálpa til í sumar. Þau buðu okkur mæðrunum á hestbak. Inda er reynd hestakona og krakkarnig spjöruðu sig fínt sjálf en ég var að fara í fyrsta skiptið á hestbak svo að ég var svona frekar óörugg. Það endaði með því að Jóna sá aumur á mér og teymdi klárinn minn með sér svo að ég þurfti ekki að hugsa líka um að stýra heldur BARA að halda mér á baki! Enda líka eins gott því stjórntækin á svona tryllitæki eru ekki beinlínis augljós!!!!
En jæja þetta var ágætis skemmtun og ekki skemmdi fyrir að fá einn kaldan bjór þegar komið var til baka.
Í dag eru aftur á móti margar margar harðsperrur mættar og sumar á stöðum sem maður vissi ekki að hægt væri að fá harðsperrur í. Ég er stíf í öllum skrokknum og hef þurft að vera að standa upp frá tölvunni oft í dag til þess að meika vinnudaginn :( Það vill til að ég er svoddan kjarnagripur að ég þoli alveg smá sársauka (!!!)hehehehe....

Yfir og út...!