...
Það er eins og venjulega, brjálað að gera í vinnunni og ég gef mér ekki einu sinni tíma til að blogga!!
Ég tók mér samt einn dag frá vinnu á laugardaginn og fór í þykkvabæinn þar sem fullt af liði var mætt til þess að klæða þakið á annarri kartöflugeymslunni. Mikið var nú gott að komast út í góða veðrið og taka aðeins til hendinni í staðinn fyrir allt tölvustarið (eða á maður að segja störunina?). Við Hildur og Depill borðuðum með sveitalubbunum og fórum svo í bæinn seint um kvöldið.
Ég eignaðist einn nýjan karlkyns aðdáanda þarna en eins og vill loða við mig undanfarið þá er aldurinn á honum ekki hár! Þetta var þriggja ára sonur Dóra Andar, s.s. litli andarunginn hann Tristan. Þvílík endemis dúlla sem drengurinn er. Hann var úti að leika sér allan daginn og fékk að gera sig eins skítugan og hann vildi, fékk að klifra upp á allt sem honum datt í hug (með þó smá safety mörkum) enda stoppaði hann ekki fyrr en hann lognaðist út af rétt fyrir kvöldmat.
Ég er svo mikil barnakelling og náttúrumanneskja að mér finnst yndislegt að fylgjast með svona dugnaðarforkum sem eru moldugur upp fyrir haus :) Hann ætlaði líka heim með mér um kvöldið enda sagði pabbi hans að ég mætti eiga hann og drengurinn var sko alveg sammála því, hahaha!
En ... best að halda áfram að vinna, bara ein lítil auglýsing að lokum:
Hún Hildur flautuleikari er að safna fyrir ferð með Skólahljómsveit Austurbæjar til útlanda í vor og er að selja wc-pappír og eldhúsrúllur. Í boði er:
Papco 48 rúllur 2.000 kr
WC-pappír Katrin 64 rúllur, afar þétt á rúllu, WC-pappír 3.500 kr.
Papco 24 eldhúsrúllur, 50 blöð á rúllu 2.000 kr.
Endilega látið mig vita ef þið viljið kaupa, fyrir 24. sept. n.k. og ég mun koma þessu til ykkar.
Þið getið sent mér tölvupóst á anna@verk.is .
Yfir og út......
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home