gobbedí - hvað???
Það hafðist loksins að draga mig á hestbak á sunnudaginn. Hildur og Jóna eru búnar að tala um það í heilt ár að koma mér á bak einhverri bykkju, að ég held aðallega til þess að þær geti skemmt sér yfir því!!! En það fór sem sagt þannig að í gær var farið í reiðtúr í boði Jónu hjá Íshestum þar sem Hildur var að hjálpa til í fyrrasumar og Alli hennar Indu var að hjálpa til í sumar. Þau buðu okkur mæðrunum á hestbak. Inda er reynd hestakona og krakkarnig spjöruðu sig fínt sjálf en ég var að fara í fyrsta skiptið á hestbak svo að ég var svona frekar óörugg. Það endaði með því að Jóna sá aumur á mér og teymdi klárinn minn með sér svo að ég þurfti ekki að hugsa líka um að stýra heldur BARA að halda mér á baki! Enda líka eins gott því stjórntækin á svona tryllitæki eru ekki beinlínis augljós!!!!
En jæja þetta var ágætis skemmtun og ekki skemmdi fyrir að fá einn kaldan bjór þegar komið var til baka.
Í dag eru aftur á móti margar margar harðsperrur mættar og sumar á stöðum sem maður vissi ekki að hægt væri að fá harðsperrur í. Ég er stíf í öllum skrokknum og hef þurft að vera að standa upp frá tölvunni oft í dag til þess að meika vinnudaginn :( Það vill til að ég er svoddan kjarnagripur að ég þoli alveg smá sársauka (!!!)hehehehe....
Yfir og út...!
3 Comments:
Velkomin í "ríðimannaklúbbinn"
þetta er alveg dáááásamleg útivera :)
Sammála Sif...
Þetta verður betra næst:)
Kveðja Inda
TIL HAMINGJU, þetta var afrek hjá þér. ég fór til berja í gær og hámaði í mig ber og RJÓMA í gærkvöldi, er ekki með neinar harðsperrum nema ef vera skyldi í maganum....hahahaha
Skrifa ummæli
<< Home