tiltekt í heilsunni
Ég fór til hennar Kollu grasalæknis í vikunni. Hún ætlar að hjálpa mér að koma skrokknum á mér í betra lag t.d. með því að losna við mikinn bjúg sem hefur hrjáð mig lengi og svo hef ég verið svo aum í öllum vöðvum.
Hún setti mig á heví-duty kúr, bæði hvað varðar mataræði og jurtalyf. Kúrinn miðar aðallega að því að borða helst algerlega óunnar afurðir og mikið af grænmeti. Allur sykur er tekinn út og næstum allar mjólkurafurðir. Svo að núna á ég að borða öll korn heil (gerði t.d. mjög skrítinn hafragraut úr heilum höfrum!), sleppa geri og koffeini. En það sem er kannski erfiðast fyrir svona Knorr og Toro fíkil eins og mig er að sleppa öllum pakkasósum og stuffi því að í því er næstum undantekningalaust msg sem er algert eitur!!! Hmm.... ég neyðist líklega til að fara að læra að elda!?!
Sem sagt, lítið kjöt, meiri fisk og mikið grænmeti!! Að auki tek ég jurtalyf bæði í hylkjum og dufti sem hrært er út í vatn, 1 msk af extra virgin ólífuolíu á morgnanna ásamt 2 msk af hörfræjaolíu. Ég get alveg sagt ykkur strax að þær eru ekkert bragðgóðar svona einar og sér!!!!
En... ég er bjartsýn og strax á fyrsta degi sá ég mun á bjúgnum á höndunum á mér svo að núna ætla ég að vera dugleg :)
Bless bless frá heilsuheimilinu í hlíðunum ;)
5 Comments:
Gott hjá þér, vona þér gangi vel á kúrnum :)
Sæl og blessuð Anna og takk fyrir síðast!!
Ég mátti til með að kvitta fyrir mig, kíki inn alltaf af og til.
Gangi þér vel á kúrnum þínum. Held að þetta sé mjög skynsamlegt matarræði sem hún Kolla setur þig á.
Sjáum síðar
KV Sóley Vet
Verði þér að góðu ;) Vona að gangi vel!
Gangi þér vel :)
Namminamm, hörfræolía...
Skrifa ummæli
<< Home