12.9.06

gengur vel...

Nýja mataræðið gengur bara vel. Ég hef verið voða dugleg að elda og prófa mig áfram og þar sem það hefur tekist vel þá er þetta bara gaman. Þetta hjálpar mér að borða reglulega og vera ekki að gleypa í mig einhvern óþverra bara af því ég nenni ekki að elda. Það er nefnilega ekki mikið til af skyndibitum sem ég má borða núna svo að ég neyðist til þess að hafa helling fyrir eldamennskunni. Hver veit, kannski verð ég bara orðin rosa kokkur eftir þetta allt saman ;) hehehe...
Líkaminn er aðeins að jafna sig á þessari kúvendingu sem ég tók. Fyrstu dagana var ég alveg voðalega syfjuð alltaf og svo var greinilega einhver hreinsun í gangi því ég var ekki í húsum hæf vegna ólyktar sem rauk út um afturendann á mér :-/ úff -púff! En það er allt að lagast.
Ég er búin að gera alls konar rétti og er að spá í að kanna hvort ég get gert einvhers konar hliðarsíðu við þessa þar sem ég get deilt með ykkur uppskriftum með því sem vel tekst. Það kemur bara í ljós.

Í kvöld fæ ég að passa hana Höllu Katrínu vinkonu mína, sem er þvílíkt að blómstra þessa dagana :) Hlakka til að fá að knúsa hana og kreista. Bið að heilsa í bili,
yfir og út......

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Flott hjá þér ég ætti kannski að koma og borða hjá þér alla daga.... myndi gera það ef ég ætti ekki heima svona langt í burtu. Jonni litli er mest hræddur um að sé kannski ekkert litla barn þarna inni, mamma hans sé bara svona feit.....æ.æ æ. Og hann sagði okkur að hann gæti vel hugsað sér að eiga 3 bræður...úps.... Veigar hefur áhyggjur af því að ef þetta verður stelpa þá komi Björk frænka hans og búi hjá okkur til að passa hana. Já það er ekki ráð nema í tíma sé tekið svo þeir geta velt þessu fyrir sér næstu mánuði.

12 september, 2006 12:19  
Blogger Anna Malfridur said...

HEHE, þeir eru alltaf samið við sig þessir bræður :) algerlega dásamlegir!
Já mamma sagði það sama, hún á víst líka helst að vera á þessu mataræði. Verið þið bara velkomnar í mat hvenær sem er (ef þið þorið!)

12 september, 2006 13:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Hef nú marga fjöruna sopið í þessum efnum Anna mín og á ýmislegt í fórum mínum, m.a. þessa girnilega uppskriftasíðu á netinu, gæti hentað þér:

http://www.cafesigrun.com/

þarna eru uppskriftir sem innihalda ekki sykur, ger, hvítt hveiti o.þ.h. En hvað er þetta með hana Dísu systir, enn að fjölga mannkyninu? Ef svo er þá bara innilega til hamingju Dísa, margt sem maður kemst að í bloggheimum!!

12 september, 2006 15:31  
Blogger Anna Malfridur said...

Takk Marta, ég var einmitt búin að finna þessa síðu.
Já hún Dísa systir fékk svolítið stóra fertugsafmælisgjöf, nefnilega eitt stykki bumbubúa :)

12 september, 2006 15:45  
Anonymous Nafnlaus said...

Ha...Dísa preggý?? Frábært:)

Til hamingju Dísa:)

Kveðja Inda.

12 september, 2006 16:12  
Blogger Haukur said...

Ha!? Alltaf frétti ég allt síðastur.

12 september, 2006 16:30  

Skrifa ummæli

<< Home