26.5.06

Hjóli-hjóli-hjóli :)

Þrátt fyrir að veturinn hafi ákveðið að mynna á sig um leið og ég var komin með hjólaprófið þá er ég búin að ná að viðra mig og hjólið mitt smá. Er búin að taka nokkra rúnta í borginni og fór svo fyrsta túrinn minn út fyrir borgarmörkin í gær. Ég skrapp austur fyrir fjall, til ömmu og afa í sveitinni. Það var alveg frábært en líka skrítið að finna hvað það er mikið öðruvísi að vera sjálf ökumaður heldur en að vera farþegi á hjóli. En eins og ég sagði, alger dásemd!
Ég hélt að ég væri mjög vel klædd en mér varð samt helv... kalt á bakaleiðinni og var lengi að ná úr mér hrollinum.
Dagrún kom svo og náði í mig, hún var í bæjarferð og við kíktum á Egil í nýju íbúðinni sem hann var að kaupa. Eftir að hafa sagt honum að halda innflutningspartý og einnig hvenær hann ætti að halda það ;) þá fórum við og fengum okkur að borða og svo í bíó. Dagrún gisti svo hjá mér í nótt og þurftum við að sjálfsögðu að kjafta slatta áður en augnlokin skelltust aftur. Maður er aldrei of gamall fyrir vinkonu- "sleep over" !

En nú liggur leiðin vestur á Ísafjörð. Við mæðgurnar ætlum að aka þangað eftir hádegið og ætla stelpurnar að heimsækja pabba sinn á meðan ég held upp á að það eru 20 ár síðan ég útskrifaðist úr gaggó. JÁ JÁ ég veit, ég er alger ellismellur!!!!! hehehe....
Ég á von á góðu djammi bæði föstudags- og laugardagskvöld og svo ætla ég að keyra heim á sunnudaginn.

Góða helgi öll sömul og eigum við ekki að kalla á sumarið öll í einum kór.....? Kannski það láti þá sjá sig?!

22.5.06

Ótrúleg ferðasaga

Amerískur vinnufélagi minn, hann Scot, er á ferð í suður-ameríku. Hann ætlar að ganga Inka-slóðina (Inka-trail) og þurfti að sjálfsögðu að taka nokkur tengiflug á leið sinni frá Íslandi. Hann fór héðan mánudaginn 15. maí s.l. og á fimmtudaginn fengum við eftirfarandi póst frá honum, athugið að þegar þetta er skrifað er ferðin rétt að byrja (!) :

cusco is definitely a strange place. besides biting my lungs for lack
of oxygen, the charming, simple but compelling city is colored in the red mud from the clay used to make the roof shinges and bricks...and the doors and ceilings are sooooo low in their houses...

i am in a little house now that has dirt on the floor, 2 dogs (one with only 3 legs) sleeping in the doorway, children playing in the school clothes outside before they catch their bus, with a roof overhead that consists of nothing more than corrugated fiberglass, and yet, this is an internet cafe (minus the cafe) with a dozen computers in stalls about 40 cm wide on old, old wooden shelves. a clash of cultures to be sure.

the people here are beautiful. i don't know if the spanish conquistadores killed all the ugly Inkas, but like lots of sheeshy small tourist towns i have visited----the locals are attractive.it is cold, my feet are complaining.

but that speaks nothing of the complaint my wallet has had over the last two nights of sleeping in airports. one flight was overbooked and that cascaded into an avalanche of problems.

the alternative flight was a race to catch up with my original itinerary...
but the alternative flight landed in another city! I rented a car to catch up at the original airport, but the destination airport was undergoing a massive renovation and the signs for the rental car returns were almost nonexistant. while i was driving around, and missing my 2nd flight, some man at an intersection backs up to avoid the construction bulldozer coming down the street, and he backed into my rental car. as i was taking down his license plate, he got back in his car and drove away. of course, i did not take out insurance for the small connection drive between airports.

needless to say, my luggage did not catch up with me. it is lost somewhere probably in venezuela...and the south american airline representatives wanted cash to change all my connecting flights (there were three). but they would not give a receipt, so when I passed
to the next airport, they wanted the change fee again...and they would keep half of the fee, and only record the other half as paid in the registry for my tickets.

i don't know if my luggage will arrive before we head up the
hill to machu pichu. all i have are the gifts i brought with me, one nice bottle of rum
i bought at duty free airport in caracas... my work files, and a fairly interesting story.

shoes, underwear, socks, sleeping bag...all is missing. hiking will be interesting : ---)...

my underwear are currently in ... what day did i leave? monday... they are in day 4.

bless, this is a great oppurtunity to remember that the golf balls in my life are health and friends.

bien saludes, amigos.



Við vonum bara að hann komist heill til baka!!!

19.5.06

Brunahönnuður og mótorhjólatöffari :)

Þessi mynd var tekin af mér í vinnunni klukkutíma eftir að ég fékk mótorhjólaprófið :)

Þegar ég svo kom heim í þessari múnderingu þá segir Hildur við vinkonu sína: "Er hægt að eiga meira kúl mömmu"? og hin horfði á mig og sagði með andakt: "Nei"!!!

Það er ekki laust við að lífið sé yndislegt núna :)

18.5.06

Hún á afmæli í dag !


Fyrir 12 árum eignaðist ég aðra dóttur mína sem hlaut svo nafnið Hildur. Hún lét bíða eftir sér og kom 10 dögum seinna í heiminn en áætlað hafði verið. Þetta sýndi bara hennar helstu karakter einkenni, nefnilega að henni liggur bara aldrei neitt á :) Hún fæddist klukkan 15:06 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði, um 14 merkur og 52 cm. Hraust og fín stúlka.
Núna er hún sem sagt orðin 12 ára gömul og vá hvað tíminn hefur liðið hrattt. Á þessum 12 árum hefur lífið okkar tekið miklum stakkaskiptum. Við fluttum frá Ísafirði, við pabbi hennar skildum og hún hefur þurft að skipta tvisvar um leikskóla og þrisvar um skóla. Hún hefur átt tvo hunda (ja eða eiginlega fjóra því pabbi hennar og fjölskylda hafa líka átt tvo), nokkra ketti, hamstur, gullfiska og tvo naggrísi. Í dag eru enn við líði einn hundur hjá hvoru foreldri og naggrísinn Nancy. Ástæða þess að ég tel upp dýrin hennar Hildar er sú að hún er mikil dýrakona og ætlar sér að verða dýra- eða náttúrufræðingur þegar hún verður stór. Hún horfir mikið á dýralífsþætti í sjónvarpi og er Sir. David Attenborough hennar idol. Hún les mikið og hefur m.a. lesið nokkrar af bókum Davids spjaldanna á milli.
Hildur er að læra á þverflautu og spilar í Skólalúðrasveit Austurbæjar. Hún er núna að klára 6.bekk í Háteigsskóla.

Til hamingju með daginn gullið mitt, ég er svooooo stolt af því að vera mamma þín!!!

15.5.06

Hillbillý aldarinnar..

Ef þetta er ekki hillbillý aldarinnar þá veit ég ekki hvað!!!!

Þessi mynd er tekin af húsráðanda í Oddsparti í Þykkvabænum um helgina eftir að við höfðum verið úti á túni að planta trjám allan daginn. Þvílík sæld sem það er að geta farið út í sveit og elt gamla geit þegar mann langar til :)

9.5.06

Sumar, sumar

Veðrir undanfarna daga hefur verið alveg dásamlegt. Ég er alveg að farast úr óþolinmæði yfir því að vera ekki búin að taka hjólaprófið! En vonandi eru bara einhverjir dagar í það. Ég stalst til að ná í hjólið mitt um helgina og fór með það heim. Þar var það tekið og bónað og snurfusað og svo fer ég út nokkrum sinnum á kvöldi til að kíkja á það!!!

Ég fékk að kíkja á hana Höllu Katrínu í gær. Ég hef aldrei séð svona litla mannveru fyrr en vá hvað hún er falleg. Það er svo skrítið að sjá svona kríli sem nær ekki 1500 grömmum en er alveg fullkomin lítil mannvera :) Henni gengur svo vel og ég hef trú á því að hún eigi sko eftir að pluma sig vel í framtíðinni. Enda skilst mér á mömmu hennar að það sé orðið ljóst nú þegar að sú stutta hefur ákveðið skap, hí híhí..... bara krúttilegt!

Jæja best að halda áfram að vinna og svo er það hjólatími í dag og meiri vinna.... Það veitir ekki af að vinna fyrir dýralæknareikningum!

3.5.06

Upp og niður

Það er svo erftitt að losna við smá niðursveiflu ef maður fær ekki frið til að láta hana ganga sinn gang. Helgin var þess vegna frekar strembin hjá mér. Hundspottið mitt sem verið hefur lasið undanfarið ákvað að þegar hitinn lækkaði og hann hresstist, þá mætti hann vaða yfir okkur mannfólkið á heimilinu. Úff púff, þvílík frekja og læti. Hann var að vísu líka eitthvað kvalinn greyið og vældi í tíma og ótíma svo að ég fékk lítið að sofa.
Svefn er einmitt mjög mikilvægur þegar maður er að berjast við dökka pytti. Þess vegna hef ég verið aðeins lengur en þurfti að komast upp úr þessu drasli.

En það er nú allt til bóta. Og það sem hjálpar hvað mest er að ég er byrjuð á verklegu námi fyrir mótorhjólaprófið og vá hvað það er gaman!!! Ég er náttúrulega búin að bíða með þetta í nokkur ár núna og halda dellunni niðri með valdi. Þannig að núna þegar spennunni var sleppt er ég alveg í skýjunum og get ekki beðið eftir næsta tíma :)
Ég ætla sko að hjóla og hjóla og hjóla í sumar!!!!

Sem sagt, niðursveiflan á leiðinni upp og hjólalífið blasir við :)