18.5.06

Hún á afmæli í dag !


Fyrir 12 árum eignaðist ég aðra dóttur mína sem hlaut svo nafnið Hildur. Hún lét bíða eftir sér og kom 10 dögum seinna í heiminn en áætlað hafði verið. Þetta sýndi bara hennar helstu karakter einkenni, nefnilega að henni liggur bara aldrei neitt á :) Hún fæddist klukkan 15:06 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði, um 14 merkur og 52 cm. Hraust og fín stúlka.
Núna er hún sem sagt orðin 12 ára gömul og vá hvað tíminn hefur liðið hrattt. Á þessum 12 árum hefur lífið okkar tekið miklum stakkaskiptum. Við fluttum frá Ísafirði, við pabbi hennar skildum og hún hefur þurft að skipta tvisvar um leikskóla og þrisvar um skóla. Hún hefur átt tvo hunda (ja eða eiginlega fjóra því pabbi hennar og fjölskylda hafa líka átt tvo), nokkra ketti, hamstur, gullfiska og tvo naggrísi. Í dag eru enn við líði einn hundur hjá hvoru foreldri og naggrísinn Nancy. Ástæða þess að ég tel upp dýrin hennar Hildar er sú að hún er mikil dýrakona og ætlar sér að verða dýra- eða náttúrufræðingur þegar hún verður stór. Hún horfir mikið á dýralífsþætti í sjónvarpi og er Sir. David Attenborough hennar idol. Hún les mikið og hefur m.a. lesið nokkrar af bókum Davids spjaldanna á milli.
Hildur er að læra á þverflautu og spilar í Skólalúðrasveit Austurbæjar. Hún er núna að klára 6.bekk í Háteigsskóla.

Til hamingju með daginn gullið mitt, ég er svooooo stolt af því að vera mamma þín!!!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með stelpuna og TIL HAMINGJU MEÐ HJÓLAPRÓFIÐ:D:D

18 maí, 2006 15:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey til hamingju með stelpuna og hjólaprófið kæra vinkona.

18 maí, 2006 16:48  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið Hildur :)

18 maí, 2006 17:12  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Anna mín! Til hamingju með stóru stelpuna og með hjólaprófið jibbí........ æastarkveðja mamma.

18 maí, 2006 22:35  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með prófið og stelpuna þína, mikið svakalega er hún lík þér!
KV Sóley

19 maí, 2006 19:55  

Skrifa ummæli

<< Home