26.5.06

Hjóli-hjóli-hjóli :)

Þrátt fyrir að veturinn hafi ákveðið að mynna á sig um leið og ég var komin með hjólaprófið þá er ég búin að ná að viðra mig og hjólið mitt smá. Er búin að taka nokkra rúnta í borginni og fór svo fyrsta túrinn minn út fyrir borgarmörkin í gær. Ég skrapp austur fyrir fjall, til ömmu og afa í sveitinni. Það var alveg frábært en líka skrítið að finna hvað það er mikið öðruvísi að vera sjálf ökumaður heldur en að vera farþegi á hjóli. En eins og ég sagði, alger dásemd!
Ég hélt að ég væri mjög vel klædd en mér varð samt helv... kalt á bakaleiðinni og var lengi að ná úr mér hrollinum.
Dagrún kom svo og náði í mig, hún var í bæjarferð og við kíktum á Egil í nýju íbúðinni sem hann var að kaupa. Eftir að hafa sagt honum að halda innflutningspartý og einnig hvenær hann ætti að halda það ;) þá fórum við og fengum okkur að borða og svo í bíó. Dagrún gisti svo hjá mér í nótt og þurftum við að sjálfsögðu að kjafta slatta áður en augnlokin skelltust aftur. Maður er aldrei of gamall fyrir vinkonu- "sleep over" !

En nú liggur leiðin vestur á Ísafjörð. Við mæðgurnar ætlum að aka þangað eftir hádegið og ætla stelpurnar að heimsækja pabba sinn á meðan ég held upp á að það eru 20 ár síðan ég útskrifaðist úr gaggó. JÁ JÁ ég veit, ég er alger ellismellur!!!!! hehehe....
Ég á von á góðu djammi bæði föstudags- og laugardagskvöld og svo ætla ég að keyra heim á sunnudaginn.

Góða helgi öll sömul og eigum við ekki að kalla á sumarið öll í einum kór.....? Kannski það láti þá sjá sig?!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð á Ísó, passapu þig bara á stákunum þar, þeir eru hættulegir....... bið að heilsa öllum "heima"

26 maí, 2006 13:06  

Skrifa ummæli

<< Home