Sumar, sumar
Veðrir undanfarna daga hefur verið alveg dásamlegt. Ég er alveg að farast úr óþolinmæði yfir því að vera ekki búin að taka hjólaprófið! En vonandi eru bara einhverjir dagar í það. Ég stalst til að ná í hjólið mitt um helgina og fór með það heim. Þar var það tekið og bónað og snurfusað og svo fer ég út nokkrum sinnum á kvöldi til að kíkja á það!!!
Ég fékk að kíkja á hana Höllu Katrínu í gær. Ég hef aldrei séð svona litla mannveru fyrr en vá hvað hún er falleg. Það er svo skrítið að sjá svona kríli sem nær ekki 1500 grömmum en er alveg fullkomin lítil mannvera :) Henni gengur svo vel og ég hef trú á því að hún eigi sko eftir að pluma sig vel í framtíðinni. Enda skilst mér á mömmu hennar að það sé orðið ljóst nú þegar að sú stutta hefur ákveðið skap, hí híhí..... bara krúttilegt!
Jæja best að halda áfram að vinna og svo er það hjólatími í dag og meiri vinna.... Það veitir ekki af að vinna fyrir dýralæknareikningum!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home