3.5.06

Upp og niður

Það er svo erftitt að losna við smá niðursveiflu ef maður fær ekki frið til að láta hana ganga sinn gang. Helgin var þess vegna frekar strembin hjá mér. Hundspottið mitt sem verið hefur lasið undanfarið ákvað að þegar hitinn lækkaði og hann hresstist, þá mætti hann vaða yfir okkur mannfólkið á heimilinu. Úff púff, þvílík frekja og læti. Hann var að vísu líka eitthvað kvalinn greyið og vældi í tíma og ótíma svo að ég fékk lítið að sofa.
Svefn er einmitt mjög mikilvægur þegar maður er að berjast við dökka pytti. Þess vegna hef ég verið aðeins lengur en þurfti að komast upp úr þessu drasli.

En það er nú allt til bóta. Og það sem hjálpar hvað mest er að ég er byrjuð á verklegu námi fyrir mótorhjólaprófið og vá hvað það er gaman!!! Ég er náttúrulega búin að bíða með þetta í nokkur ár núna og halda dellunni niðri með valdi. Þannig að núna þegar spennunni var sleppt er ég alveg í skýjunum og get ekki beðið eftir næsta tíma :)
Ég ætla sko að hjóla og hjóla og hjóla í sumar!!!!

Sem sagt, niðursveiflan á leiðinni upp og hjólalífið blasir við :)

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mín reynsla er sú að það að fara út að hjóla er á við og í raun miklu betra en öll heimsins geðlyf !!!!!!

03 maí, 2006 22:52  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála síðasta ræðumanni.

04 maí, 2006 00:26  
Blogger Anna Malfridur said...

Já ég get bara alveg trúað því stelpur.

04 maí, 2006 09:16  
Anonymous Nafnlaus said...

Já þið segið það, ég hef nú alltaf bara átt reiðhjól svo ég veit ekki, en er rétt að byrja að prófa vespuna mína, er búin að detta og svona....... líst æðislega á tækið en fer nú ekki að njóta mín fyrr en bónið er komið á og ég hef fengið útrás fyrir pjattið....

04 maí, 2006 09:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef aldrei prófað geðlyf:) En jú...það er voða gott að fara út að hjóla ....hreinsar hugar, kætir og bætir:)

Svo tökum við "hægt" race í Þykkvabæinn Anna:)

04 maí, 2006 19:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Anna Málfríður
Ég kíki alltaf reglulega inn á síðuna þína, en er svo sem ekkert að kvitta fyrir mig í hvert sinn en ákvað að gera það núna. Mikið rosalega líst mér vel á prófið þitt væntanlega. Þetta er akkúrat þú og þú átt örugglega eftir að njóta þín í botn á hjóli (Best að verða ekkert fyrir þér, eða kemur þú kannski ekkert með hjól vestur?)
Hlakka til að hitta þig í lok maí.
Bestu kveðjur Sóley Vet.

04 maí, 2006 21:24  

Skrifa ummæli

<< Home