24.8.05

Lokaverkefni

Í dag á ég að byrja formlega á lokaverkefninu mínu og hef 15 vikur til þess að ljúka því. Skiladagur er s.s. þann 7.desember. Ég er búin að hafa samband við Gumma bruna, hann er leiðbeinandi minn og vona að ég geti hitt hann í vikunni.
Lokaverkefnið mitt verður brunahönnun og burðarþolsútreikningar skv. eurocode stöðlum á fjögurra hæða húsi með stál-burðarvirki og tilbúnum veggeiningum. Einnig ætla ég svo að bera saman brunaþol þessa húss miðað við venjulegt staðsteypt hús eftir sömu teikningu. Spennandi, ekki satt??? :)

Stelpurnar eru byrjaðar í sínum skólum. Hildur komin í 6.bekk í Háteigsskóla og tekur því með sínu jafnaðargeði. Er ekkert of spennt en svona allt í lagi:)
Ólöf er byrjuð í MR og er frekar spennt yfir því. Við mæðgurnar þyrftum svo að setjast saman niður og skipuleggja okkur aðeins fyrir veturinn, t.d. skipta með okkur húsverkum og taka frá ákveðinn tíma á daginn fyrir heimavinnu svo hún endi ekki á kvöldin. Það vantar ekki, fyrirætlanirnar eru alltaf góðar svona fyrst á haustin:-/ hehehe... svo er bara að halda sig við áætlanirnar.....!

Ta ta.. till next time!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home