16.8.05

Helgin...

Síðan ég bloggaði síðast er ég búin að skreppa aftur vestur til Ísafjarðar. Ég keyrði af stað eftir vinnu á föstudaginn og var hjá ömmu á Bökkunum fram á sunnudag. Þá tók ég Hildi með mér suður aftur.
Það var voðalega gott að sofa í gamla húsinu hjá ömmu. Að vísu er hitastigið innan húss miðað við aldur og ástand íbúans, þ.e. allt of heitt!!!! En maður tekur því bara eins og öðru þarna: "eins og það er"!!! :)
Á laugardaginn vorum við mæðgur voðalega myndarlegar og fórum til berja. Tíndum um 2 1/2 kg af aðalbláberjum inni í Engidal. Það er komið mikið af berjum en verður líklega enn meira eftir svo sem eina viku í viðbót. Ég tók líka smá rabarbara í garðinum á Bökkunum og nú er bara að vinda sér í haustverkin og fara að sulta. Er að hugsa um að gera smá tilraunir og útúrdúra með þessi hráefni.

Á leiðinni suður stoppuðum við fyrst í Búðardal og kíktum í kaupfélagið. Þar rákumst við á Sigga afa og Deddu ömmu sem voru á leið vestur með Guðríði og Samma. Óvænt ánægja að hitta þau þarna. Í Borgarnesi hittum við svo Dagrúnu, Níels, Dótlu, Jónu og Eggert. Þetta er allt hjólalið sem var að koma frá Stykkishólmi. Eitthvað voru þau nú framlág og sögðu að heilsan hefði orðið eftir í Stykkishólmi...! Öll komust þó í bæinn að lokum þótt heilsufarið hefði alls ekki bent til þess að það mundi takast! Mikið var ég fegin að það var ekki ég sem var svona timbruð,hehehe...!

Jæja, ég vona að þeir sem stoppa hérna við láti vita af sér með smá kveðju, alltaf gaman að heyra frá ykkur. Bless þar til næst...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

HÆ Anna! Hvernig er það annars, býrðu ennþá á sama stað og ertu útskrifuð úr náminu?

17 ágúst, 2005 14:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Anna,
ég kíki alltaf reglulega hér inn :)

19 ágúst, 2005 12:27  

Skrifa ummæli

<< Home