Sulta-sulta-sulta
Já nú eru haustverkin á hámæli á öllum heimilum og er mitt ekki undandskilið. Ég tók mig til í gærkvöldi og bjó til 5 tegundir af sultum. ókei ókei... ég er að reyna að láta þetta hljóma miklu betur en það gerir, hahaha... En ég bjó samt til 5 tegundir af sultum og þetta er í fyrsta skiptið sem ég sulta. Þetta eru að vísu bara 2-4 krukkur af hverri tegund en ég var í tilraunastuði. Blandaði saman rabarbara og apríkósum ásamt sítrónuberki, það varð voða gott. Svo setti ég saman aðalbláber og jarðaber, nammi namm tókst líka vel. Bláber og rabarbari varð líka voða gott og einnig venjulega rabarbarasultan. Það tókst ekki alveg eins vel með appelsínur og apríkósur, það varð svona heldur þykkt og klístrað en ágætt á bragðið.
Skólinn verður settur hjá mér í dag og hjá stelpunum eftir helgina. Allt að fara á fullt aftur!!! Ég ætla að reyna að vinna 1/2 daginn með skólanum, Það verður bara að koma í ljós hvernig það gengur. En ég er s.s að fara að gera lokaverkefnið mitt og stefni á að útskrifast í janúar og verð þá orðin byggingatæknifræðingur :) og til að halda áfram að svara henni Mörtu, þá bý ég ennþá á sama stað og ég held að það hljóti að vera kominn tími á að þú kíkir í heimsókn! Ég er nú búin að kíkja til þín þó það séu einhver ár síðan ;) hehe, maður er alltaf jafn góður í að halda sambandi við fólk, ha!!!
Ég stefni á að kíkja í bæinn á morgun og taka þátt í einhverjum viðburðum menningarnætur, allavega ætlum við Dísa með krakkana á tónleikana á hafnarbakkanum og sjá flugeldasýninguna. Veit samt ekki hvað Jón Ólafur getur vakað lengi;) Hann er alger perla þessi drengur:)
Vonandi rekst ég nú á einhverja í bænum, ég meina sem ég þekki sko því ég efast ekki um að maður "rekist" á fullt af fólki ef miða má við fjöldann undanfarin ár, en sjáumst á menningarnótt í miðborginni folks...
2 Comments:
uss, já, löngu kominn tími á mig, labbaði meira að segja framhjá í dag og mætti Hildi á hjóli, hún þekkti mig ekki... átt þú íbúðina með rauðu vespunni fyrir utan..?
kv. Marta Letibuska!
Jamm ég á íbúðina með rauðu vespunni fyrir utan:) Er á horninu þarna á fyrstu hæðinni.
Skrifa ummæli
<< Home