Jamm, fyrsti dagurinn í nýju vinnunni var í dag. Ég er með sér skrifstofu, ligga-ligga-lá-lá...! hehe, hún er ekki ýkja stór en mín skrifstofu engu að síður :) Mér líst vel á þetta jobb og hlakka bara til sumarsins.
Á föstudaginn og seinni partinn í dag var ég að passa hann Óðinn litla vin minn. Hann er að verða 15 mánaða og alger snúður. Hann er svo góður hjá mér að ég bara nýt þess að hafa hann og snúllast aðeins með hann.
Á laugardaginn skruppum við mæðgurnar í sveitina til ömmu og skelltum okkur svo í grill til Önnu "frænku". Það var voða skemmtilegt, við buðum Rút tengdasyni með okkur, hehe s.s. öll fjölskyldan :)
Svo gerðust undur og stórmerki á sunnudagsmorguninn: ég svaf ekki út þó ég mætti það!!! Já, ég fór bara á fætur klukkan níu um morguninn og dundaði mér í tölvunni fram að hádegi. Fór svo með Dagrúnu að skoða hús í Þykkvabæ og kom aftur við hjá ömmu í sveitinni. Vona bara að Dagrún og Níels kaupi þetta hús, það passar alveg fyrir þau og er líka á góðu verði.
En svona í lokin, rétti upp hönd þeir sem hafa fengið frunsu á nefbroddinn!!! Aha, datt mér ekki í hug, bara ég :(