24.5.05

Júróvisíon

Já ég horfði á Eurovision eins og ég reyni að gera alltaf. Mér er alveg sama hvað hver segir um að þetta sé úrelt og hallærislegt, þetta er samt alveg nauðsynlegt. Ég fíla ekkert endilega lögin sem eru þarna en held samt fast í að vera aðdáandi keppninnar!!!

Tíminn líður og líður og vikurnar þjóta framhjá á ógharhraða. Vonandi fattar sumarveðrið samt að kíkja við áður en haustið bankar uppá. Þvílíkur helv.. kuldi sem hefur verið undanfarið á meðan veðrið hefur samt verið svo fallegt.
Á föstudaginn sannaðist það enn einu sinni að ég er mjög nýtin manneskja (!), já eða bara búin að vera blönk frekar lengi. Það hlýtur allavega að segja eitthvað þegar tvennar buxur detta í sundur sama daginn og það ekki á saumunum (s.s. ekki vegna þrengsla!!) heldur fór efnið bara í sundur vegna slits. Líklega verð ég að kaupa mér einhver föt þegar ég fæ útborgað!

Jæja best að gera eitthvað af viti, blogga næst þegar ég nenni:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home