12.5.05

Ooooo---

Ég varð svoooo svekt þegar húsið sem við Dagrún skoðuðum í Þykkvabænum var bara selt öðrum en henni:( Það var víst einhver sem bauð alltaf betur og var svo ákveðinn í að kaupa að seljandinn samdi bara við hann án þess að gefa Dagrúnu og Níelsi tækifæri á því að yfibjóða. Enda held ég að þau hefððu líklega ekki verið til í að gera það endalaust. En oooooo-- það er alveg kominn tími á að eitthvað fari að ganga í þessari leit þeirra að húsnæði.

Annars gegnur allt bara vel hjá okkur mæðgunum. Ólöf fór í þriðja sæmræmda prófið í morgun og ég held að henni sé bara að ganga vel. Hún er svo samviskusöm þessi elska.

Framundan er mjög annasöm helgi í skemmtanalífinu hjá mér. Mér er boðið í þrítugsafmæli á föstudagskvöldið, hjá henni Jónu Snigli og ef ég þekki hana og aðra í þessu afmæli rétt, þá má eiga von á töluverðri drykkju! Á laugardagskvöldið býður svo Siggi skólafélagi minn til partýs, svona slútt-partý fyrir okkur bekkjafélagana. Á einnig von á töluverðu djammi þar svo að maginn minn á ekki von á góðu þessa helgina! Það er nefnilega þannig, fyrir þá sem ekki þekkja til, að maginn minn er ekki gerður til þess að drekka áfengi. Svo ég má eiga von á einhverjum mótmælum af hans hálfu.
Læt vita eftir helgina hvort ég lifi þetta af, en bless í bili ....

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu....

Talandi um magann á þér.....minntu mig á að segja nei við þig ef þú biður mig um að skutla þér eitthvert á sunnudaginn;)

Kveðja Inda

12 maí, 2005 16:38  
Anonymous Nafnlaus said...

He he, ég skil ekki af hverju þú segir það??

13 maí, 2005 08:30  

Skrifa ummæli

<< Home