18.5.05

Hún á afmæli í dag... :)

Hún Hildur er 11 ára í dag! Til hamingju með það litla stelpan mín (sem er ekki svo lítil lengur)!!!!

Svo ég byrji á byrjuninni, þá lifði ég helgina af með aðeins einum uppköstum. Gleðin var mikil bæði kvöldin eins og planlagt hafði verið og fór svo sunnudagur og mánudagur í algera leti heima við.
En vinnuvikan hófst í gær og þegar leið á daginn datt niður allt tölvukerfið hjá okkur svo að dagurinn varð hálf endaslepptur. Kerfið var svo ekki komið inn þegar við mættum í morgun svo að lítið var hægt að gera af viti. En ég fór nú og skoðaði tvö verk sem eru í gangi hjá okkur og setti mig aðeins inn í stöðuna þar, á víst að hafa eftirlit með gangi mála og passa að allir séu að gera rétt!!
Ég skipti um skrifstofu við eina sem sér um bókhaldið svo að nú er ég ekki alveg sér en er komin með miklu stærra skrifborð og líka glugga;)

Ólöf kláraði síðasta samræmdaprófið í morgun og er lögð af stað í ferð með bekknum til að fagna því. Við Hildur ætlum að elda uppáhalds matinn hennar, lambalærisneiðar, í kvöldmatinn og erum svo búnar að bjóða nokkrum fullorðnum í afmæliskaffi. Vinkonuafmælið verður svo á laugardagskvöldið en þá er hún búin að bjóða bara þremur vinkonum sem fá að gista, svona "slumber-party".

Bless þar til seinna:)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með stelpuna um daginn og vinnuna og allt!!

Kveðja Inda!

21 maí, 2005 01:33  

Skrifa ummæli

<< Home