4.5.05

Búin-búin-búin

Já ég er búin í skólanum þetta vorið og þetta er meira að segja síðasta vorið mitt í þessum skóla!
Ég gerði nú mest lítið í gær eftir að ég var búin í prófinu, fór bara heim og lagðist undir sæng og sofnaði. Það var ósköp ljúft:)
Kíkti svo seinnipartinn í nýju vinnuna mína og ákavað að byrja þar á mánudaginn. Verð samt ekki alveg allan daginn til að byrja með þar sem Ólöf er að byrja í samræmduprófunum og ég ætla að gera það sem ég get til að styðja hana í þeim.

Þessa viku ætla ég að nota í að gera ýmislegt sem setið hefur á hakanum undanfarið eins og að skipta yfir á sumardekkin, fara með bílinn í skoðun og taka í gegn hérna heima. Svo langar mig líka að kíkja á kaffihús eða fara í bíó!!! Hmm, veit nú ekki einu sinni hvað er í bíó þessa dagana, kannski er bara ekkert sem mig langar að sjá! Jæja það kemur í ljós en núna ætla ég að leggjast upp í rúm með bók og lesa smá og lúlla smá, verð svo dugleg svona frá og með hádegi ;)

See ya....

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með að vera búin c",)

04 maí, 2005 13:53  
Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með að vera búin í prófunum kæra vinkona c",) bæ ðu vei þetta er Magga.

08 maí, 2005 22:31  

Skrifa ummæli

<< Home