22.5.08

Allt að gerast hjá okkur mæðgunum!!

Já það er sko ekki lognmollan í kringum okkur mæðgurnar þessa dagana. Ferminginn hennar Hildar nýafstaðin og nú útskrifast Ólöf sem stúdent á morgun. Hún vill ekki halda neina veislu af þessu tilefni en við ætlum að fara saman út að borða ásamt mömmu og valdi Ólöf Austur Indíafélagið til að fara á. Ég er svo stolt af þessari duglegu stelpu minni sem er að taka stúdentinn á 3 árum algerlega á eigin hörku. Með brjálaðri vinnu, þar sem hún var að taka auka áfanga á hverri önn ásamt því að vinna helling með á Fjörukránni. Ég vildi að ég hefði þó ekki væri nema brot af þessum dugnaði hennar.

Svo voru mér að berast góðar fréttir. Ég er búin að fá að vita að ég kemst inn í skólann úti í Edinborg næsta vetur!!! JEIIII... ! þó ég hafi verið nokkuð örugg um að komast inn þá er maður ekki 100% öruggur fyrr en skólinn staðfestir. Núna getur því undirbúningur farið í fullan gang :)

Það er því bara fögnuður á mínu heimili þessa dagana!

19.5.08

Kvennareið í Þykkvabæinn

Hvað segið þið hjólastelpur sem villist hingað inn, eigum við að skella okkur í kvennareið til bóndans í Þykkvabænum annað kvöld? Þ.e. þriðjudagskvöldið 20. maí.

Við Inda erum að skoða málið og skipuleggja, við förum allavega tvær svo framarlega sem ekki rignir eldi og brennisteini. Vona bara að ég fái ný kerti í hjólið mitt í dag :)

Frestað!!!

9.5.08

Ógeðsleg skrímsli

Eins og eflaust mörgum öðrun, eru mér ofarlega í huga allar þessar fréttir undanfarið um barnaníðinga og kynferðisglæpamenn, bæði hérlendis og erlendis. Hvað í ósköpunum er það sem gerist í mannshuganum hjá svona mönnum? Sem betur fer getum við fæst okkar ímyndað okkur það.
Því miður þá kannast ég við háskólaprófessorinn sem handtekinn var núna um daginn vegna svona máls. Ég vann með honum í ákveðinni nefnd og ég get sagt ykkur það að þessi maður er langt í frá í lagi svona dags-daglega. Það var eitthvað við hann, allt í hans fari, sem lét mann fá óþægilegan hroll.. brrrr! Þvílíkt creepy gaur! Mikið er gott að upp um hann komst svo fjölskylda og aðrir þolendur geti hafið bataferli sem á eftir að taka allt þeirra líf hér eftir.
Annað íslenskt mál sem hefur verið í fréttum undanfarna daga er presturinn frægi. Ég ætla sem minnst að tjá mig um það opinberlega annað en það að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem svona sakir eru bornar á þennan mann. Ég man sjálf eftir því hvernig hann lét við mig og vinkonu mína sem var í spilatímum hjá honum þegar við vorum 9 ára, lét okkur setjast á lærin á sér og tók utan um okkur og svoleiðis...ojj bara þessi maður er ekki alveg í lagi og hefur aldrei verið!
Svo er það þetta óhugnanlega mál í Austurríki. Úff, það fer nú bara út fyrir öll mörk. Þetta er eitthvað sem maður getur ekki ímyndað sér og áhrifin eiga eftir að fylgja allri fjölskyldunni alla æfi. Ótrúlegt hvað svona hroka-karlpungar geta gert!
Það skapaðist umræða um þetta í kaffitímanum í vinnunni í morgun og þar komu fram ágætis hugmyndir að refsingum fyrir þessa tegund mannapa:
a)binda þessi ógeð í gapastokk með allt niður um sig og hafa þá staðsetta þar sem aðrir perrar geta bara gengið í þá og fengið sér einn stuttan þegar þeim sýnist...
b)setja þá inn á opna fangelsisdeild þar og láta samfanga þeirra hafa greiðan aðgang að þeim...
c)tengja rafstraum við punginn á þeim og leifa gestum og gangandi að ýta á takkann í tíma og ótíma...

Mér líst vel á öll þessi atriði, kannski væri bara flottast að sameina þau öll fyrir þá allra ógeðslegustu? Ja maður spyr sig.....

5.5.08

Og þá þetta próf líka...




You Are Kermit



Hi, ho! Lovable and friendly, you get along well with everyone you know.

You're a big thinker, and sometimes you over think life's problems.

Don't worry - everyone know's it's not easy being green.

Just remember, time's fun when you're having flies!

Hvað segir smekkur minn á súkkulaði um mig?

Ja ég veit ekki hvort þetta er allt saman satt, allavega ekki þetta með að mér líki illa að vera ein, það er eiginlega alveg á öndverðu meiði við mig :)




What Your Taste in Chocolate Says About You



You are unique, creative, and fascinating.

You don't do what's expected of you.

You go for what's unknown and uncharted.



You are passionate and full of life.

You fall in love easily, and you tend to have whirlwind relationships.

Your passion sometimes does get the better of you. You have a crazy temper!



You love being around people. Friendships are important to you.

You feel lost when you're by yourself... so you tend to avoid being alone.