Allt að gerast hjá okkur mæðgunum!!
Já það er sko ekki lognmollan í kringum okkur mæðgurnar þessa dagana. Ferminginn hennar Hildar nýafstaðin og nú útskrifast Ólöf sem stúdent á morgun. Hún vill ekki halda neina veislu af þessu tilefni en við ætlum að fara saman út að borða ásamt mömmu og valdi Ólöf Austur Indíafélagið til að fara á. Ég er svo stolt af þessari duglegu stelpu minni sem er að taka stúdentinn á 3 árum algerlega á eigin hörku. Með brjálaðri vinnu, þar sem hún var að taka auka áfanga á hverri önn ásamt því að vinna helling með á Fjörukránni. Ég vildi að ég hefði þó ekki væri nema brot af þessum dugnaði hennar.
Svo voru mér að berast góðar fréttir. Ég er búin að fá að vita að ég kemst inn í skólann úti í Edinborg næsta vetur!!! JEIIII... ! þó ég hafi verið nokkuð örugg um að komast inn þá er maður ekki 100% öruggur fyrr en skólinn staðfestir. Núna getur því undirbúningur farið í fullan gang :)
Það er því bara fögnuður á mínu heimili þessa dagana!
10 Comments:
Til hamingju með þetta alltsaman HÚRRA húrra húrra.....
Veiii!! Til lukku með allt mæðgur.
Congrats allar saman.
Til hamingju með allt saman :)
Hjartanlega til hamingju til ykkar allra þriggja ;)
þið eruð bara briljant
Aldeilis stórgóðar mæðgur !!!
Til hamingju
Frábært hjá stelpunni. Þetta minnig mig nú bara á mömmuna ;O) Þú varst nú ekkert að draga á eftir þér fæturna í skólanum gamla.....
Frábært!
Til hamingju með þetta allt saman!
Frábært hjá ykkur öllum og til hamingju þið. Ekkert smáduglegar mæðgur þarna á ferð!
KV Sóley Vet
Til lukku með þetta allt kæra mín ...
Kveðja Inda
Skrifa ummæli
<< Home