9.5.08

Ógeðsleg skrímsli

Eins og eflaust mörgum öðrun, eru mér ofarlega í huga allar þessar fréttir undanfarið um barnaníðinga og kynferðisglæpamenn, bæði hérlendis og erlendis. Hvað í ósköpunum er það sem gerist í mannshuganum hjá svona mönnum? Sem betur fer getum við fæst okkar ímyndað okkur það.
Því miður þá kannast ég við háskólaprófessorinn sem handtekinn var núna um daginn vegna svona máls. Ég vann með honum í ákveðinni nefnd og ég get sagt ykkur það að þessi maður er langt í frá í lagi svona dags-daglega. Það var eitthvað við hann, allt í hans fari, sem lét mann fá óþægilegan hroll.. brrrr! Þvílíkt creepy gaur! Mikið er gott að upp um hann komst svo fjölskylda og aðrir þolendur geti hafið bataferli sem á eftir að taka allt þeirra líf hér eftir.
Annað íslenskt mál sem hefur verið í fréttum undanfarna daga er presturinn frægi. Ég ætla sem minnst að tjá mig um það opinberlega annað en það að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem svona sakir eru bornar á þennan mann. Ég man sjálf eftir því hvernig hann lét við mig og vinkonu mína sem var í spilatímum hjá honum þegar við vorum 9 ára, lét okkur setjast á lærin á sér og tók utan um okkur og svoleiðis...ojj bara þessi maður er ekki alveg í lagi og hefur aldrei verið!
Svo er það þetta óhugnanlega mál í Austurríki. Úff, það fer nú bara út fyrir öll mörk. Þetta er eitthvað sem maður getur ekki ímyndað sér og áhrifin eiga eftir að fylgja allri fjölskyldunni alla æfi. Ótrúlegt hvað svona hroka-karlpungar geta gert!
Það skapaðist umræða um þetta í kaffitímanum í vinnunni í morgun og þar komu fram ágætis hugmyndir að refsingum fyrir þessa tegund mannapa:
a)binda þessi ógeð í gapastokk með allt niður um sig og hafa þá staðsetta þar sem aðrir perrar geta bara gengið í þá og fengið sér einn stuttan þegar þeim sýnist...
b)setja þá inn á opna fangelsisdeild þar og láta samfanga þeirra hafa greiðan aðgang að þeim...
c)tengja rafstraum við punginn á þeim og leifa gestum og gangandi að ýta á takkann í tíma og ótíma...

Mér líst vel á öll þessi atriði, kannski væri bara flottast að sameina þau öll fyrir þá allra ógeðslegustu? Ja maður spyr sig.....

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já þetta er hræðilegt. Svo heldur maður alltaf í sakleysi sínu að það séu bara svona ógeðiskallar í öðrum fjölskyldum. Hvernig myndi maður bregðast við ef bróðir, náfrændi eða mágur yrði fundinn sekur um barnaníð????

11 maí, 2008 23:11  
Anonymous Nafnlaus said...

Já já þetta er ógeðslegt og allt það en varast skal dómstól götunnur mamma mín, það þarf ekki að þýða þótt að einhver sé ákærður sé hann sekur. Því maður er saklaus uns sekt er sönnuð. En ef að þeir séu sekir og við mundum gera það sem að þú segir hérna þá værum við ekkert skárri en þeir!

12 maí, 2008 20:31  
Blogger Anna Malfridur said...

Það er mikið rétt hjá þér dóttir góð og innst inni er ég alveg sammála þér, enda yrðu svona refsingar aldrei liðnar í siðmenntuðu samfélagi. Þetta eru meira svona orð sem maður segir í hita og reiði enda held ég að það sé mjög stutt hjá mannfólkinu í hið fornkveðna: auga fyrir auga, tönn fyrir tönn!

13 maí, 2008 08:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Voða er ég mikið sammála henni Ólöfu, við getum ekki og megum ekki fara niður á plan þessa fólks. Reyndum heldur að sýna gott fordæmi, refsigleði hefur aldrei skilað neinum árangri. Gerum svona greepy gæjum ekki þá ánægju að sýna sömu geggjunina og þeir... þó í öðru sé..... en með hann séra þá man ég vel eftir því að stelpurnar í B....vík sem voru í fermingarfræðslu hjá honum töluðu um hann sem greepy ógeð og það eru nærri 30 ár síðan.....

13 maí, 2008 12:10  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég á reyndar mjög skemmtilegar minningar um Háskólakennarann, hann kenndi okkur 2 fög minnir mig og var án efa með bestu kennurum sem við höfðum haft. Hann var pínu skrítinn en við höfðum alveg húmor fyrir honum og skemmtum okkur oft ágætlega í tímum hjá honum. Þess vegna var ég í sjokki þegar ég komst að því hver þetta var. En þessum mönnum á auðvitað ekki að sýna neina miskunn sé sekt þeirra sönnuð.

14 maí, 2008 10:24  
Anonymous Nafnlaus said...

já svona kallar eru ógeð. en það sem að fer mest í mig er að þeir komist upp með svona lagað í langan tíma án þess að neinn seigi neitt!! afhverju er ekki löngu búið að kæra þennan séra???
það erum oftast við konur sem að leyfum þessum köllum að komast upp með hlutina og þessu leynd sem alltaf á að liggja yfir svona málum, bara upp á borð með þetta og ræða við börn um hvað má og hvað ekki!!
Jóna Guðný

17 maí, 2008 20:18  
Anonymous Nafnlaus said...

já svona kallar eru ógeð. en það sem að fer mest í mig er að þeir komist upp með svona lagað í langan tíma án þess að neinn seigi neitt!! afhverju er ekki löngu búið að kæra þennan séra???
það erum oftast við konur sem að leyfum þessum köllum að komast upp með hlutina og þessu leynd sem alltaf á að liggja yfir svona málum, bara upp á borð með þetta og ræða við börn um hvað má og hvað ekki!!
Jóna Guðný

17 maí, 2008 20:18  

Skrifa ummæli

<< Home