Síðasta hjólaferð "sumarsins"!
Brrrr, brrrr, ég fór á hjólinu í Þykkvabæinn á laugardaginn. Jú jú, það var 7 - 10°C frost á leiðinni (fyrir utan vindkælingu) og smá hálkublettir á heiðinni en Gore-texið sannaði sig sko rækilega. Puttarnir voru svona á köflum í smá kal hættu en þá rifjaði ég bara upp nokkrar fingraæfingar frá því í píanótímunum í gamla daga og fékk blóðið aftur á hreyfingu.
Ástæðan fyrir þessari hjólaferð var sú að ég er með vetrargeymslu fyrir hjólið í Oddsparti og það var virkilega farið að láta á sjá að standa hérna fyrir utan í allt haust. Ég beit það svo í mig í veðurblíðunni á laugardaginn að þetta væri dagurinn til verksins og þá var ekki aftur snúið. Var að vísu fram eftir degi að reyna að fá mig ofan af þessari vitleysu en það tókst ekki þrátt fyrir miklar rökræður við sjálfa mig. Það varð þó til þess að það var komið myrkur þegar ég loks lagði af stað.
Ef hjólið hefði getað talað þá hefði það snúið framendanum að mér þar sem ég var að reyna að starta því og sagt: "ert'ekki að grínast? ætlastu til þess að ég hreyfi mig í þessu frosti??? Veistu ekki hvaða árstíð er þú crazy kelling??!!!" Það fór nú samt í gang gamla greyið því ég var þrjóskari (no surprize þar!) en dempararnir voru freðnir, svampurinn í sætinu var freðinn, bensínlokið var freðið og þegar ég ætlaði að skipta yfir í háu ljósin upp við Rauðavatn þá var takkinn gaddfreðinn! En allt vill lagið hafa og í Þykkvabæinn komumst við súkka gamla heilu og höldnu beint í veislumat hjá Dagrúnu. Og vitið þið bara að ég var ekkert gaddfreðin, hef meira að segja orðið mun kaldara þegar ég var í leðrinu í roki og rigningu og 5 stiga hita! :)
Laugardagskvöldið var svo dásamlegt. Það var alveg kominn tími á stelpu-/rauðvíns-/ kjaftakvöld hjá okkur tveimur og stóðum við okkur vel í þessum þremur þáttum. kjöftuðum og drukkum rauðvín fram á rauða nótt. Dásemd- dásemd....
Kveðja frá hörku-biker kvendinu ;)