Mikið að gera
Vikan hefur liðið ótrúlega hratt og er bara allt í einu að verða búin. Ég er að fara í TOEFL enskuprófið á morgun og hef lítið sem ekkert undirbúið mig fyrir það. Vonandi er ég bara nógu góð til þess að ná viðunandi árangri þar.
Ólöf fór til Barcelona í gær með Rúti og foreldrum hans og ætla þau að vera í viku. Ohh ég öfunda hana svo mikið en get líka samglaðst henni innilega þar sem það er nú ekki eins og hún sé alltaf í útlöndum blessunin. Njóttu- njóttu elskan :)
Annars er allt við það sama í mínu lífi, vinnan-dýrin og stelpurnar mínar :) Depill er enn og aftur kominn á skilorð, ég var mjög nálægt því í síðustu viku að byrja að leyta að nýju heimili fyrir hann! En hún Anna Birna hundasnillingur gaf mér góð ráð sem ég er að reyna að fara eftir svo hann var settur á skilorð í bili. Sjáum hvað setur...!
Ein mynd í lokin sem náðist af Karíusi og Míó að kúra saman, þeir þræta samt fyrir að þetta hafi nokkurn tíman átt sér stað ;)
2 Comments:
jahérna hér hundasnilingur takk fyrir það ; ) eigum við ekki að gá hvort að ráðin virka fyrst ;)
en staðföst fylgja reglunum og telja upp á 100 ...
láttu annars heyra í þér..
Já iss, er þetta ekki bara photoshoppuð mynd af þeim félögum? ;) Kisustrákar kúra ekki saman.
Gekkk ekki annars vel í TOEFL-inu?
Skrifa ummæli
<< Home