31.8.07

Interflam og Edinborg

Ég er að fara til Bretlands í rétt rúma viku. Ég flýg til London á morgun og fer á ráðstefnu á vegum vinnunnar fram á miðvikudag. Ráðstefnan heitir Interflam og er víst mjög spennandi. Fullt af fyrirlestrum um brunavarnir og brunahönnun :) Þetta er haldið rétt hjá Windsor kastala svo kannski maður skreppi í te til Queen Betu hehehe... allavega er þessi háskóli þar sem þetta er haldið mjög spennandi að sjá:


Svo verður auðvitað líka svona "social programme" þar sem maður á voðalega "sophisticated" samræður við collega alls staðar að úr heiminum ;) eins og "gala-dinner" og "pub night" ! Hlakka voða mikið til (ætli pubb kvöldið eigi samt ekki betur við mig en gala dinner?).

Þegar ráðstefnunni lýkur á miðvikudaginn ætlum við Inga, samtarfskona mín að fara inn í London og sjá þá um kvöldið söngleikinn Billy Elliot.

Á fimmtudaginn ætla ég svo með lest til Edinborgar þar sem ég ætla að skoða University of Edinbourgh þar sem það er opinn dagur hjá þeim á föstudaginn. Eftir það hef ég allan laugardaginn til þess að skoða mig um í Skotlandi - úúú hlakka svooo til! Og stefni að því að fljúga heim frá Glasgow á sunnudaginn þann 9. sept.

Stelpurnar eru orðnar svo stórar (óbojjjj...) að þær ætla að vera einar heima á meðan mamman stingur af. Það vill samt til að ég á svo góðar vinkonur sem ætla að vera á bakvakt fyrir mig og til taks fyrir stelpurnar ef á þarf að halda - takk Inda og Anna og stóóórt knús til ykkar!

28.8.07

Annað kjánalegt próf...

Am I stupid?


StupidTester.com says I'm 20% Stupid! How stupid are you? Click Here!


Nei eins og ég vissi þá er ég það ekki ;) hí hí hí....

Nördapróf...

Ég held að þetta sé bara um það bil sú útkoma sem ég átti von á út úr svona prófi ;)



I am nerdier than 54% of all people. Are you a nerd? Click here to find out!

23.8.07

Föst í Kópavogi

Það kom að því! Eins og allir vita sem einhvern tíman hafa lagt leið sína í Kópavoginn þá er gatnakerfið þar erfiðara um að rata heldur en hin flóknustu völundarhús. En lengi getur vont versnað því núna eru gatnaframkvæmdir í gangi hérna fyrir neðan þar sem ég vinn (vinn í Hamraborginni) og ég lenti í því í morgun að komast hreinlega ekki út úr bænum og til Reykjavíkur fyrr en eftir langa mæðu og marga króka og botnlanga. Ég vissi að það kæmi einn daginn að því að maður festist í þessari flækju og kæmist ekki út úr henni aftur- þess vegna er svona mikil fólksfjölgun í Kópavogi!!!
Núna er bara spurningin hvort ég á að hringja í stelpurnar og láta þær koma hingað til mín svo þær verði ekki móðurlausar greyin?

Svona í framhaldi af þessu þá er hérna mynd sem mbl.is byrti á dögunum og sagði að væri frá Kópavogi. Þeir eru greinilega mjög forsjálir þarna á mbl.is því að þeir sjá fram í framtíðina. Ekki er búið að reisa turnana tvo sem sjást á þessari mynd. Annar þeirra, sá sem nær er á myndinni er í byggingu en sá sem er upp við Smáralindina er enn á teikniborðinu, þeir eru að vísu að grafa fyrir sökklunum á honum í þessum töluðu orðum.
Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem ég tek eftir mynd sem á ekki við myndatextann hjá mbl.is (sjá blogg ). Það er eins og þeir slái inn leitarorð í gagnabankanum sínum og taki einhverja mynd sem kemur úr þeirri leit án þess að athuga hvort hún passar eða ekki.

Kveðja úr bæ óttalegra gatna.....

15.8.07

Pirruð

Ég hef verið eitthvað svo pirruð undanfarið. Algerlega án neinnar sérstakrar ástæðu, bara eitthvað svo voðalega stutt í pirrurnar í mér. Fólk í kringum mig þarf voðalega lítið að gera til þess að fara í taugarnar á mér þó það sé ekkert að gera sem ég þarf að láta pirra mig.
Núna er því tími til kominn til þess að taka fram Pollýönnu- syndromið og ignora bara fólk sem ég nenni ekki að láta pirra mig og sjá svo allt það jákvæða í kringum mig.

Það var t.d. mjög jákvætt sem við Hildur gerðum á mánudagskvöldið þegar við mæðgurnar skruppum Hvalfjarðarhringinn á hjólinu. Yndislegt alveg :)

Annars vantar mig eiginlega kall til að kúra hjá. Er einhver hjásvæfa á lausu??? Ég tek við umsóknum! En athugið... ÉG tek við umsóknum ekki vinkonur mínar, sorry elskurnar en þið fáið ekki að velja fyrir mig (bara koma með ábendingar)!!! hehehe...

7.8.07

Introducing...Zen Sarcasm

Ég stal þessu af síðunni hennar Önnu Margrétar, alltaf gaman af "góðum ráðum" :


1. Do not walk behind me, for I may not lead. Do not walk ahead of me, for I may not follow. Do not walk beside me either. Just pretty much leave me the hell alone.
2. The journey of a thousand miles begins with a broken fan belt and leaky tire.
3. It's always darkest before dawn. So if you're going to steal your neighbor's newspaper, that's the time to do it.
4. Don't be irreplaceable. If you can't be replaced, you can't be promoted.
5. Always remember that you're unique. Just like everyone else.
6. Never test the depth of the water with both feet.
7. If you think nobody cares if you're alive, try missing a couple of car payments.
8. Before you criticize someone, you should walk a mile in their shoes. That way, when you criticize them, you're a mile away and you have their shoes.
9. If at first you don't succeed, skydiving is not for you.10. Give a man a fish and he will eat for a day. Teach him how to fish, and he will sit in a boat and drink beer all day.
11. If you lend someone $20 and never see that person again, it was probably worth it.
12. If you tell the truth, you don't have to remember anything.
13. Some days you're the bug; some days you're the windshield.
14. Everyone seems normal until you get to know them.
15. The quickest way to double your money is to fold it in half and put it back in your pocket.
16. A closed mouth gathers no foot.
17. There are two theories to arguing with women. Neither one works.
18. Generally speaking, you aren't learning much when your lips are moving.
19. Experience is something you don't get until just after you need it.
20. Never miss a good chance to shut up.
21. Never, under any circumstances, take a sleeping pill and a laxative on the same night.

1.8.07

Prjónablogg

Ég er að komast upp á yfirborðið aftur. Er allavega komin til vinnu og farin að geta funkerað nokkuð eðlilega en má ekki við miklu þessa dagana.

Ætla bara rétt að sýna ykkur nýjasta tilraunastykkið mitt í prjónaskapnum. Ég gerði vettlinga í stíl við miðaldasokkana sem ég sýndi hérna einu sinni og er bara mjög ánægð með útkomuna. Notaði munstrin frá sokkunum (múslimskt munstur frá miðöldum) og byrjaði fremst eins og á sokkunum og leyfði svo hugmyndafluginu að ráða. Þetta er að sjálfsögðu aðeins "prototýpan" svo að vankantar á hönnuninni verða sniðnir af þegar fleiri pör hafa verið prjónuð. Helsti gallinn á þessum vettlingum er sá að þumallinn varð heldur mjór. Ég gerði hann tvíbanda og þá vill hann dragast aðeins saman og það sá ég því miður ekki fyrir. En ég er byrjuð á öðru pari, sjáum hvernig það tekst.

Mér finnst þeir samt ferlega flottir (þó ég segi sjálf frá híhíhí!)!