31.8.07

Interflam og Edinborg

Ég er að fara til Bretlands í rétt rúma viku. Ég flýg til London á morgun og fer á ráðstefnu á vegum vinnunnar fram á miðvikudag. Ráðstefnan heitir Interflam og er víst mjög spennandi. Fullt af fyrirlestrum um brunavarnir og brunahönnun :) Þetta er haldið rétt hjá Windsor kastala svo kannski maður skreppi í te til Queen Betu hehehe... allavega er þessi háskóli þar sem þetta er haldið mjög spennandi að sjá:


Svo verður auðvitað líka svona "social programme" þar sem maður á voðalega "sophisticated" samræður við collega alls staðar að úr heiminum ;) eins og "gala-dinner" og "pub night" ! Hlakka voða mikið til (ætli pubb kvöldið eigi samt ekki betur við mig en gala dinner?).

Þegar ráðstefnunni lýkur á miðvikudaginn ætlum við Inga, samtarfskona mín að fara inn í London og sjá þá um kvöldið söngleikinn Billy Elliot.

Á fimmtudaginn ætla ég svo með lest til Edinborgar þar sem ég ætla að skoða University of Edinbourgh þar sem það er opinn dagur hjá þeim á föstudaginn. Eftir það hef ég allan laugardaginn til þess að skoða mig um í Skotlandi - úúú hlakka svooo til! Og stefni að því að fljúga heim frá Glasgow á sunnudaginn þann 9. sept.

Stelpurnar eru orðnar svo stórar (óbojjjj...) að þær ætla að vera einar heima á meðan mamman stingur af. Það vill samt til að ég á svo góðar vinkonur sem ætla að vera á bakvakt fyrir mig og til taks fyrir stelpurnar ef á þarf að halda - takk Inda og Anna og stóóórt knús til ykkar!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun í útlandinu

01 september, 2007 09:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun að nördast og passaðu nú upp á hana múttu fyrir mig ;)

02 september, 2007 16:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun. Bið að heilsa Betu og auðvitað Ingu. Have fun!

05 september, 2007 11:10  
Anonymous Nafnlaus said...

Hva, á ekkert að blogga um ferðina? ;)

11 september, 2007 11:00  

Skrifa ummæli

<< Home