Pirruð
Ég hef verið eitthvað svo pirruð undanfarið. Algerlega án neinnar sérstakrar ástæðu, bara eitthvað svo voðalega stutt í pirrurnar í mér. Fólk í kringum mig þarf voðalega lítið að gera til þess að fara í taugarnar á mér þó það sé ekkert að gera sem ég þarf að láta pirra mig.
Núna er því tími til kominn til þess að taka fram Pollýönnu- syndromið og ignora bara fólk sem ég nenni ekki að láta pirra mig og sjá svo allt það jákvæða í kringum mig.
Það var t.d. mjög jákvætt sem við Hildur gerðum á mánudagskvöldið þegar við mæðgurnar skruppum Hvalfjarðarhringinn á hjólinu. Yndislegt alveg :)
Annars vantar mig eiginlega kall til að kúra hjá. Er einhver hjásvæfa á lausu??? Ég tek við umsóknum! En athugið... ÉG tek við umsóknum ekki vinkonur mínar, sorry elskurnar en þið fáið ekki að velja fyrir mig (bara koma með ábendingar)!!! hehehe...
8 Comments:
Kannki er um systrasyndrom að ræða.. hef verið svona pirruð líka var að hugsa um það eitt kvöldið að sofa í bakhúsinu og láta dóttur mína bara grenja inni hjá pabba... væri kannski í lagi ef hann gæti gefið brjóst hehehehe ok það er líklega komin tími á Pollýönnu leik.... heyrðu hver var þessi Pollýanna?
Heyrðu, nú gleður mig að ég sé út á landi ....þá er ég allavega ekki að fara í pirrurnar á þér:)
Veistu, ég veit um svo agalega myndarlegan, efnaðan og einstæðan bónda hér sem væri tilvalinn handa þér:)
Kveðja Inda
Hahaha gott hjá þér Inda, koma kellunni í Skagafjörðin... ég er búin að finna út að það eru engin mótorhjólagen í mér, seldi vespuna og keypti mér nýtt reiðhjól og fíla mig líka svona vel, fæ tengdó til þess að passa og fer út að hjóla... reiðhjóla....
Ég held að Inda hafi aðeins misskilið mig, ég er ekki að leita að maka bara hjásvæfu :)
Held að það sé svolítið langt að leita að svoleiðis til Skagafjarðar ;)
Þú ferð þó ekki að láta 300 km stoppa þig Anna???
Nú er ég hneyksluð:)
út að hjóla það er svo gott fyrir sálina! 300 km á kvöldi og svo atfur að morgni það er sko í lagi!
Spáðu í hvað það gerir fyrir sálina ef að hvalfjarðarrúntur hressir!
kv Jóna
Hæhæ
Ég kíki nokkuð oft hingað inn .... það er voða gaman að lesa bloggið þitt :-D
Ég man svo vel eftir þessari vöntun á hjásvæfu hér einu sinni .... þú þarft allavega ekki að leita neinsstaðar nálægt Vík í Mýrdal hehehe
one word sexualfustration ; )
Skrifa ummæli
<< Home