15.8.07

Pirruð

Ég hef verið eitthvað svo pirruð undanfarið. Algerlega án neinnar sérstakrar ástæðu, bara eitthvað svo voðalega stutt í pirrurnar í mér. Fólk í kringum mig þarf voðalega lítið að gera til þess að fara í taugarnar á mér þó það sé ekkert að gera sem ég þarf að láta pirra mig.
Núna er því tími til kominn til þess að taka fram Pollýönnu- syndromið og ignora bara fólk sem ég nenni ekki að láta pirra mig og sjá svo allt það jákvæða í kringum mig.

Það var t.d. mjög jákvætt sem við Hildur gerðum á mánudagskvöldið þegar við mæðgurnar skruppum Hvalfjarðarhringinn á hjólinu. Yndislegt alveg :)

Annars vantar mig eiginlega kall til að kúra hjá. Er einhver hjásvæfa á lausu??? Ég tek við umsóknum! En athugið... ÉG tek við umsóknum ekki vinkonur mínar, sorry elskurnar en þið fáið ekki að velja fyrir mig (bara koma með ábendingar)!!! hehehe...

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kannki er um systrasyndrom að ræða.. hef verið svona pirruð líka var að hugsa um það eitt kvöldið að sofa í bakhúsinu og láta dóttur mína bara grenja inni hjá pabba... væri kannski í lagi ef hann gæti gefið brjóst hehehehe ok það er líklega komin tími á Pollýönnu leik.... heyrðu hver var þessi Pollýanna?

15 ágúst, 2007 20:38  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu, nú gleður mig að ég sé út á landi ....þá er ég allavega ekki að fara í pirrurnar á þér:)

Veistu, ég veit um svo agalega myndarlegan, efnaðan og einstæðan bónda hér sem væri tilvalinn handa þér:)

Kveðja Inda

15 ágúst, 2007 23:14  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha gott hjá þér Inda, koma kellunni í Skagafjörðin... ég er búin að finna út að það eru engin mótorhjólagen í mér, seldi vespuna og keypti mér nýtt reiðhjól og fíla mig líka svona vel, fæ tengdó til þess að passa og fer út að hjóla... reiðhjóla....

16 ágúst, 2007 15:39  
Blogger Anna Malfridur said...

Ég held að Inda hafi aðeins misskilið mig, ég er ekki að leita að maka bara hjásvæfu :)
Held að það sé svolítið langt að leita að svoleiðis til Skagafjarðar ;)

16 ágúst, 2007 17:38  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ferð þó ekki að láta 300 km stoppa þig Anna???

Nú er ég hneyksluð:)

16 ágúst, 2007 21:57  
Anonymous Nafnlaus said...

út að hjóla það er svo gott fyrir sálina! 300 km á kvöldi og svo atfur að morgni það er sko í lagi!
Spáðu í hvað það gerir fyrir sálina ef að hvalfjarðarrúntur hressir!
kv Jóna

17 ágúst, 2007 10:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ
Ég kíki nokkuð oft hingað inn .... það er voða gaman að lesa bloggið þitt :-D
Ég man svo vel eftir þessari vöntun á hjásvæfu hér einu sinni .... þú þarft allavega ekki að leita neinsstaðar nálægt Vík í Mýrdal hehehe

19 ágúst, 2007 14:58  
Anonymous Nafnlaus said...

one word sexualfustration ; )

20 ágúst, 2007 08:35  

Skrifa ummæli

<< Home