1.8.07

Prjónablogg

Ég er að komast upp á yfirborðið aftur. Er allavega komin til vinnu og farin að geta funkerað nokkuð eðlilega en má ekki við miklu þessa dagana.

Ætla bara rétt að sýna ykkur nýjasta tilraunastykkið mitt í prjónaskapnum. Ég gerði vettlinga í stíl við miðaldasokkana sem ég sýndi hérna einu sinni og er bara mjög ánægð með útkomuna. Notaði munstrin frá sokkunum (múslimskt munstur frá miðöldum) og byrjaði fremst eins og á sokkunum og leyfði svo hugmyndafluginu að ráða. Þetta er að sjálfsögðu aðeins "prototýpan" svo að vankantar á hönnuninni verða sniðnir af þegar fleiri pör hafa verið prjónuð. Helsti gallinn á þessum vettlingum er sá að þumallinn varð heldur mjór. Ég gerði hann tvíbanda og þá vill hann dragast aðeins saman og það sá ég því miður ekki fyrir. En ég er byrjuð á öðru pari, sjáum hvernig það tekst.

Mér finnst þeir samt ferlega flottir (þó ég segi sjálf frá híhíhí!)!


10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ beib og takk fyrir síðast! Frábærir vettlingarnir hjá þér, sama hvað þér finnst ;)

01 ágúst, 2007 17:20  
Anonymous Nafnlaus said...

Assgoti flottir sko !! :o)

02 ágúst, 2007 08:56  
Anonymous Nafnlaus said...

flottir vettlingar!!
Þú veist að "túrhestar" kaupa þetta í metravís og borga toppverð!!!
Jóna

02 ágúst, 2007 11:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Snillingur, ekkert smá flott hjá þér. OH sá svo flotta peysu, húfu og sokka sem þú gerðir á Höllu Karen á síðunni hennar. Þú ert bara snillingur :D

Sóley

02 ágúst, 2007 14:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert snillingur þegar kemur að prjónaskap ! Svakalega fallegir :)
(Vettlingar í metravís ..... *klóríhaus*)

03 ágúst, 2007 22:07  
Anonymous Nafnlaus said...

Ehemm er ekki verið að meina Höllu Katrínu hérna að ofan ?

03 ágúst, 2007 22:08  
Anonymous Nafnlaus said...

jólagjöfin í ár ekki spurning

03 ágúst, 2007 23:29  
Anonymous Nafnlaus said...

Flottir vettlingar :) Ég hef bara einu sinni prjónað vettlinga, annar var ca þremur númerum stærri en hinn... og ég er álíka flink í sokkum. Ætti kannski að koma á námskeið til þín?

04 ágúst, 2007 11:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Er hægt að panta svona vettlinga hjá þér? Er þetta svona stingiull? Væri sko alveg til í par

09 ágúst, 2007 11:39  
Blogger Anna Malfridur said...

Ég er að prjóna svona í fleiri litum, ætla að selja þegar ég verð komin með fleiri pör til að velja úr. En þetta er ekki stingull það get ég svarið því að hún Dagrún, sem klægjar við tilhugsunina um ull, gat farið í þá og hafði á orði að þeir stingju ekki!!

Takk fyrir hrós í minn garð....

09 ágúst, 2007 13:38  

Skrifa ummæli

<< Home