23.8.07

Föst í Kópavogi

Það kom að því! Eins og allir vita sem einhvern tíman hafa lagt leið sína í Kópavoginn þá er gatnakerfið þar erfiðara um að rata heldur en hin flóknustu völundarhús. En lengi getur vont versnað því núna eru gatnaframkvæmdir í gangi hérna fyrir neðan þar sem ég vinn (vinn í Hamraborginni) og ég lenti í því í morgun að komast hreinlega ekki út úr bænum og til Reykjavíkur fyrr en eftir langa mæðu og marga króka og botnlanga. Ég vissi að það kæmi einn daginn að því að maður festist í þessari flækju og kæmist ekki út úr henni aftur- þess vegna er svona mikil fólksfjölgun í Kópavogi!!!
Núna er bara spurningin hvort ég á að hringja í stelpurnar og láta þær koma hingað til mín svo þær verði ekki móðurlausar greyin?

Svona í framhaldi af þessu þá er hérna mynd sem mbl.is byrti á dögunum og sagði að væri frá Kópavogi. Þeir eru greinilega mjög forsjálir þarna á mbl.is því að þeir sjá fram í framtíðina. Ekki er búið að reisa turnana tvo sem sjást á þessari mynd. Annar þeirra, sá sem nær er á myndinni er í byggingu en sá sem er upp við Smáralindina er enn á teikniborðinu, þeir eru að vísu að grafa fyrir sökklunum á honum í þessum töluðu orðum.
Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem ég tek eftir mynd sem á ekki við myndatextann hjá mbl.is (sjá blogg ). Það er eins og þeir slái inn leitarorð í gagnabankanum sínum og taki einhverja mynd sem kemur úr þeirri leit án þess að athuga hvort hún passar eða ekki.

Kveðja úr bæ óttalegra gatna.....

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já ég var að hugsa til þín þegar ég hlustaði á útvarpið í dag..... gaman að vera föst í bíl..... þá er nú skemmtilegra að bruna um eyrina með barnavagn og drekka bjór og rauðvín daglega þar sem bíllinn fór í ferðalag og engin hætta á að einhver þurfi að láta skutla sér eitt eða neitt. Ætti ég að láta renna af mér áður en kallinn og drengurinn koma frá Grænlandi? það er spurning...

23 ágúst, 2007 23:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða hvaða... Það er gott að búa í Kópavogi... Allavega ef þeir sleppa því að setja risastóra fáránlega höfn og allt of stór hús of nálægt mínu húsi...

24 ágúst, 2007 15:16  

Skrifa ummæli

<< Home