16.4.07

Afmæli og fleira


Takk fyrir hamingjuóskirnar á afmælisdaginn.

Ég varð s.s. 37 ára síðasta föstudag sem var föstudagurinn 13. Eins gott að ég er ekki hjátrúarfull því að auki þá búa tveir svartir kettir á heimilinu :)

Dagurinn var bara venjulegur enda ekki um neitt stórafmæli að ræða. Ég fékk þó einn afmælispakka (sko fékk líka pening en hann var ekki pakkaður inn) frá Dagrúnu :) Ég bauð samstarfsfólki mínu upp á videó-partý eftir vinnu þar sem við horfðum á myndina "The Towering Inferno" sem er frá árinu 1974 og er um eldsvoða í háhýsi. Við "brunaliðið" á skrifstofunni sátum yfir henni með bjór og nasl og nutum þess að vera nördar, he he he....!

Dagrún kom svo og sótti mig og við fórum heim og héldum áfram að drekka bjór og kjafta frá okkur allt vit. Ætluðum í bæjinn að kíkja á pöbb en kjöftuðum það frá okkur. Við erum bara svo skemmtilegar að við þurfum ekkert alltaf að sækja í félagsskap annarra:)


Á laugardaginn fórum við vinkonurnar svo í búðaráp. Nei nei, við fórum ekki í Kringluna eða Smáralind (surprise-surprise!!) heldur í mótorhjólafatnaðabúðir (vá langt orð!). Ég ætlaði að nota afmælispeninginn í að kaupa mér skó til að hjóla í en endaði "óvart" með goretex jakka og buxur AUK skónna! Sko... er búin að ætla mér að fá mér goretex en er alltaf að fresta því vegna þess hve það er dýrt. En þegar maður rekst á þetta á góðu verði og svo var 50% afsláttur af því þá bara er ekki aftur snúið. Verð að vísu að segja að þegar ég var búin að dressa mig upp í þennan galla í gær til að fara út að hjóla, þá leið mér ekkert eins og mótorhjólatöffara eins og þegar ég er í leðrinu. Mér fannst frekar eins og ég væri gölluð upp til að fara út að leika mér í snjónum!!! En jæja jæja ekkert pjatt! þetta er fjandi hlýtt og ég hlakka til að geta ferðast í sumar og verið bæði hlýtt og þurr...!


Að lokum þá er hér ein mynd af litlu frænku, henni Ebbu Þórunni. Myndin var tekin fyrir mig á afmælisdaginn minn og hún liggur á fína teppinu sem ég prjónaði handa henni.

- Dúlla Snúlla-!!!

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn um daginn!!
Sæt snúlla á fínu teppi þarna :o)
og velkomin í tex-ið... ahhh já ég er sammála með fílinginn til að byrja með... en svo bara komst ég að þeirri niðurstöðu að það væru ekki fötin sem sköpuðu töffaraskapinn... það erum við sjálfar !!
Sjáumst...

16 apríl, 2007 16:46  
Anonymous Nafnlaus said...

já til hamingju með að vera leður svikari ; = )
bara öfund í gangi hérna þegar maður er nú þegar búin að rigna í hell einu sinni og frosin 2 sinnum og ég er að tala um það að ég fékk prófið fyrir viku ; ) hefði kannski verið gábbulegra að kaupa goritex en leðurgalla ???

16 apríl, 2007 23:37  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvar keypturu annars gallann ?

16 apríl, 2007 23:38  
Blogger Anna Malfridur said...

Takk Sif, ég fer strax að æfa mig í töffaraskapnum!

Anna: ég fór nokkrar kaldar ferðir í fyrra í leðrinu og lifði þær allar af. Fannst ég bara meiri töffari fyrir vikið ;) Enda kem ég ekkert alveg til með að leggja því, no way!!
En ég keypti Gorið í Nítró.

17 apríl, 2007 09:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað voða er þetta fallegt barn.....hehe. Muniði bara stelpur goretex eða leður... bara ekki slá af í stílnum, vera töffarar hvað sem á dynur..
Þetta kemur frá einni sem er að reyna að finna einhver föt sem passa í skápnum sínum...

17 apríl, 2007 13:36  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með afmælið um daginn og gallann....ég er búin að komast að því að það er kúl að vera hlýtt:) Maður er ekki kúl þegar maður rennur inn á næstu bensínstöð, stekkur af hjólinu varla gangfær vegna kuldahrolls:)

Kveðja Inda

17 apríl, 2007 15:02  
Anonymous Nafnlaus said...

ekki gleyma fallega rauða nefinu ;)

17 apríl, 2007 15:39  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ aftur !!! ég skal nú segja þér það að í fyrradag, eftir að ég kommentaði hér síðast, þá mætti ég þér á leiðinni heim... og for your info... þú ERT TÖFFARI !! Tex or no tex....

18 apríl, 2007 12:38  
Anonymous Nafnlaus said...

Hrumppp, nú er ég fúl. Setti hérna inn einstaklega fallega afmæliskveðju til þín og ennþá sætari nýjufrænkuóskir um daginn en það hefur bara ekki skilað sér hér inn. Bölv..., ragn....! Tölvudrasl! (ekki getur þetta verið mér að kenna, ER ÞAÐ NOKKUÐ?)
Allavega, vona að kveðjurnar hafi skilað sér andlegu leiðina. Já og hamingjuóskin með frændan. Var að fá myndir frá Dísu handa ömmunni, ferlega flott fjölskyldan.
Hafðu það sem best ásamt stelpum og strákum á heimilinu.
Kveðja úr Kisukoti

24 apríl, 2007 12:40  

Skrifa ummæli

<< Home