25.4.07

Mikið um að vera hjá Akureyrarfjölskyldunni

Já það er óhætt að segja að síðustu dagar hafi verið viðburðarríkir hjá Dísu systir og fjölskyldu, þá sérstaklega honum Veigari frænda mínum.


Á Sumardaginn fyrsta tók hann við íslandsmeistaratitli fjórða flokks með hokký liðinu sínu, SA - Til hamingju með sigurinn strákar!!! Á laugardaginn fermdist drengurinn svo í Akureyrarkirkju og á eftir hélt hann á litlu systir sinni undir skírn :) Í dag á Veigar svo afmæli og er orðinn 14 ára gamall - Til hamingju með afmælið gullið mitt!!!


Þannig að þið sjáið það að er nóg að gera hjá þeim þarna fyrir norðan.

Ég ætlaði að setja inn mynd af íslandsmeisturunum en fann enga á netinu, finnst nú að SA þurfi að bæta úr því! En set í staðinn flotta fjölskyldumynd sem tekin var í fermingunni/skírninni.




Bless þar til næst...

p.s. Ég er búin að bæta inn í tengiliðina hérna til hliðar.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ekki eruð þið nú líkar sisturnar eða er þetta ekki annars sistir þin ?

25 apríl, 2007 19:11  
Blogger Anna Malfridur said...

Jú þetta er systir mín en fyndið að þú skulir segja þetta því við höfum aldrei þótt líkar en undanfarið hefur fólk sem þekkir okkur ekki verið að tala um hvað við séum líkar!!!
Sitt sýnist hverjum, ekki satt?

26 apríl, 2007 09:09  

Skrifa ummæli

<< Home