2.4.07

Nýliðin helgi

Ég skrapp í Þykkvabæinn á laugardaginn og fór á kartöfluballið. Mmmm... þvílíkt endalaust góður matur!! Svo var drukkið (að sjálfsögðu í hófi!) og dansað fram á nótt. Við buðum í eftirpartý í Oddsparti en mætingin var frekar dræm enda kannski ágætt því við sofnuðum fljótlega hvert af öðru.
Mætingin í okkar hópi var dræmri en í fyrra enda var þá líka innflutningspartý í Oddsparti en núna voru það ég og Scot, Egili, Doddi og Einar auk að sjálfsögðu ábúandans.
Á sunnudaginn náði ég svo í hjólið mitt sem hafði verið í vetrargeymslu í einni kartöflugeymslunni og eftir að Einar hafði sett nýjan rafgeymi í það þá hjólaði ég heim. Ahhh.... dásamlegt að vera komin á hjólið aftur eftir vetrardvala og viðgerðarhlé! Það var að vísu skítkallt að hjóla yfir Hellisheiðina og þurfti langa, heita sturtu þegar heim var komið tið að þýða nokkra líkamsparta. Alveg þess virði samt sem áður :)

Stelpurnar ætla vestur um páskana og ég ætla að njóta einverunnar heima og klára nokkur verkefni sem ég hef látið sitja á hakanum. Ekki er heldur ósennilegt að ég taki einhverja hjólatúra ef veður leyfir.

Að lokum þá heitir hún litla frænka mín á Akureyrir Ebba Þórunn Jónsdóttir :) Ég þarf alveg að hafa mig alla við til að hemja mig um að bruna norður til að fá að knúsa hana en það er ekkert svo langt í ferminguna hans Veigars og þá fæ ég að sjá þau öll.

Heyrumst....

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æjj öfunda þig ekkert af kuldanum á Hellisheiðinni:) Enda er þykir mér ofurvænt um hugtakið "að vera hlýtt" :) Ótrúlegt, þá er ég ósköp róleg yfir þessu hjólastandi....mér væri alveg sama þótt sumarið væri ekkert á leiðinni:/ Kannski ég ætti bara að selja flotann og fá mér vel útbúinn alvöru fjallabíl og leggjast í kör upp á Hveravöllum......verst að það er svo mikil traffík þar:)

Kveðja Inda.

03 apríl, 2007 15:14  
Anonymous Nafnlaus said...

er ekki bara spurning um að fara að hann hjól með sturtu ; )

04 apríl, 2007 13:39  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta átti að vera að hanna hjól með sturtu til að halda manni hlýjum ; )
2 tímar búnir í ökukennslu úti á vegum og mig langar út að purra núna ;)

05 apríl, 2007 14:24  

Skrifa ummæli

<< Home