Já ég veit
ég hef ekki nennt að skrifa neitt hérna inn lengi. Það verður bara að hafa það, enda er þetta blogg ætlað fyrir mig sjálfa til að fá útrás fyrir athyglisýkinni og ef hún lætur á sér standa þá bara er það allt í lagi :)
Páskarnir voru notalegir og algerir letidagar. Stelpurnar fóru vestur svo ég var heima með dýragarðinn okkar. Skrapp að vísu með Depil með mér í heimsókn til Ingu samstarfskonu minnar og hennar barna í sumarbústað í Reykholtsdal. Það var yndislegt, leti og át til skiptis, alveg eins og páskar eiga að vera.
Lífið hefur sem sagt verið ljúft undanfarið og mikið pælt og hugsað í mínum litla heila. Framtíðin er helst á dagskrá þar og ætli ég reyni ekki að skrifa sér færslu um þær pælingar bráðlega.
Svo er líka kominn tími til að taka til hérna á síðunni í tenglum og svoleiðis, finn mér tíma í það líka bráðum.
Bless þar til ég nenni næst....
3 Comments:
Til hamingju með litlu frænku :) Ég verð nú að segja að ég er sármóðguð yfir að vera ekki á lista yfir merkisfólk fætt þennan dag! ;)
Í skaðabætur ætla ég að biðja þig um smá greiða. Áttu til myndir af Ólöfu og Hildi á tölvutæku formi? Það væri frábært ef þú gætir sent mér þær á hronn06@ru.is :)
Bið að heilsa!
Hey áttu afmæli í dag?Sá það á blöndungnum að þú ættir afmæli,svo til hamingju með það kæra vinkona:-)
til hamingju með daginn ;) gerðiru ekki eitthvað gott fyrir sjálfan þig í tilefni dagsins ..
Skrifa ummæli
<< Home