Takk fyrir hamingjuóskirnar á afmælisdaginn.
Ég varð s.s. 37 ára síðasta föstudag sem var föstudagurinn 13. Eins gott að ég er ekki hjátrúarfull því að auki þá búa tveir svartir kettir á heimilinu :)
Dagurinn var bara venjulegur enda ekki um neitt stórafmæli að ræða. Ég fékk þó einn afmælispakka (sko fékk líka pening en hann var ekki pakkaður inn) frá Dagrúnu :) Ég bauð samstarfsfólki mínu upp á videó-partý eftir vinnu þar sem við horfðum á myndina "The Towering Inferno" sem er frá árinu 1974 og er um eldsvoða í háhýsi. Við "brunaliðið" á skrifstofunni sátum yfir henni með bjór og nasl og nutum þess að vera nördar, he he he....!
Dagrún kom svo og sótti mig og við fórum heim og héldum áfram að drekka bjór og kjafta frá okkur allt vit. Ætluðum í bæjinn að kíkja á pöbb en kjöftuðum það frá okkur. Við erum bara svo skemmtilegar að við þurfum ekkert alltaf að sækja í félagsskap annarra:)
Á laugardaginn fórum við vinkonurnar svo í búðaráp. Nei nei, við fórum ekki í Kringluna eða Smáralind (surprise-surprise!!) heldur í mótorhjólafatnaðabúðir (vá langt orð!). Ég ætlaði að nota afmælispeninginn í að kaupa mér skó til að hjóla í en endaði "óvart" með goretex jakka og buxur AUK skónna! Sko... er búin að ætla mér að fá mér goretex en er alltaf að fresta því vegna þess hve það er dýrt. En þegar maður rekst á þetta á góðu verði og svo var 50% afsláttur af því þá bara er ekki aftur snúið. Verð að vísu að segja að þegar ég var búin að dressa mig upp í þennan galla í gær til að fara út að hjóla, þá leið mér ekkert eins og mótorhjólatöffara eins og þegar ég er í leðrinu. Mér fannst frekar eins og ég væri gölluð upp til að fara út að leika mér í snjónum!!! En jæja jæja ekkert pjatt! þetta er fjandi hlýtt og ég hlakka til að geta ferðast í sumar og verið bæði hlýtt og þurr...!
Að lokum þá er hér ein mynd af litlu frænku, henni Ebbu Þórunni. Myndin var tekin fyrir mig á afmælisdaginn minn og hún liggur á fína teppinu sem ég prjónaði handa henni.
- Dúlla Snúlla-!!!