27.4.06

Til hamingju Anna og Óli!

Hún Anna "frænka" og hann Óli "100" eignuðust pínu-pínulitla stelpu í fyrradag. Hún fæddist 10 vikum fyrir tíman og var aðeins tæpar 6 merkur. Sú stutta, sem hlotið hefur nafnið Halla Katrín, er hress miðað við aðstæður. Allar mínar hugsanir eru hjá henni og fjölskyldunni allri og vona ég að hún verði fjót að stækka og dafna svo ég geti komist með puttana aðeins í hana :)

En annars er eitthvað þungt yfir mér þessa dagana. Ég hef enga sérstaka ástæðu til þess að falla niður í pytt núna enda þarf yfirleitt engar ástæður til. Pyttirnir hafa sem betur ver verið fáir og grunnir undanfarna mánuði og er ég mjög ánægð með það. Ég hef nefnilega verið að smá-minnka lyfjaskammtinn minn og stefni að því að hætta alveg á kvíðastillandi dótinu einhvern tíman á næsta árinu. Ég hef verið dugleg að gera ýmislegt til þess að koma á móti minnkandi lyfjum eins og að fara út að ganga, vera jákvæð og dekra stundum við sjálfa mig. Samt koma svona dagar þar sem mér finnst hreinlega hundleiðinlegt að lifa :( Ég veit vel að ég hef það gott og allt gengur í haginn hjá mér en eins og ég hef sagt áður, þá er engin skynsemi á bakvið svona pytti. Annars væri þetta varla kallað sjúkdómur heldur væri maður bara fýlupúki eða eitthvað svoleiðis!!
Úff, ég er að hugsa um að skríða bara undir sæng og liggja þar þangað til lífið bankar uppá aftur.

Bið að heilsa þangar til ég nenni undan sænginni aftur....

21.4.06

Fitubollur fá ekki að r---!

Jamm nú er það aumt, það er annaðhvort drastísk megrun eða bara bæ bæ kynlíf (þ.e. með einhverjum öðrum en sjálfri mér!). Hmm, hvort ætli sé nú auðveldara að framkvæma??? Sko ég hef enga sjálfsstjórn og er allt of mikið átvagl. Ég ELSKA súkkulaði og get eiginlega ekki sleppt frönskum kartöflum svo að ég veit ekki hvernig megrun mundi ganga! En ég elska líka kynlíf og er ekki hönnuð til að vera án þess í langan tíma svo að úff, þetta er erfitt líf!!!! :(
Kannski þarf ég líka að taka eitthvað annað í gegn. Eins og val mitt á karlmönnum til að reyna við. Ég hef núna þrisvar í röð hitt á einhverja einfara sem eru svo hræddir um að ef þeir sofi hjá manni þá muni maður bara skella hring á þá og fara að gera endalausar kröfur. Er kvenfólk virkilega svona hugsandi svo að aumingjans greyin eru svona brenndir eftir þær? Eða er þetta bara eitthvað sem þeir eru búnir að ákveða sjálfir um okkur? Hmm, ég segi það enn og einu sinni: Ég skil ekki karlmenn!!
Hérna er ég búin að vera í sama sambandinu í 16 ár og kem með ákveðnar hugmyndir út á markaðinn. Eins og t.d. þá hugmynd að allir karlmenn vilji kynlíf (!) En nei nei, hitti ég ekki bara á þessa fáu sem sjá það sem ekkert voða spennandi athöfn! Ó mæ, nei það er best að vera ekkert að plata sjálfa sig, þeir vilja alveg kynlíf, bara með einhverri sem lítur ekki út eins og Barbamamma!!! Ef þeir bara vissu af hverju þeir eru að missa, ha???!!! ;)

jæja vona að ég hneyksli ekki of marga með hreinskilni minni, en ef svo er þá: æ æ æ .... mér er alveg sama. Varð bara að fá að blása aðeins :)

Góða helgi elskurnar og endilega kvittið í comment eða gestabók ef þið eigið leið hérna um, líka ef ég þekki ykkur ekki neitt, það er bara gaman :)

13.4.06

Páskar og svoleiðis

Hildur gafst upp á að vera í páskafríi í Reykjavík og hringdi í Nonna afa sinn og bað um gistingu! Það var auðsótt mál og er hún farin vestur. Ólöf er búin að vera að vinna voða mikið undanfarið og ég hef lítið séð hana heima, svo ætlar hún að fara til Víkur með Rúti á morgun og vera yfir helgina. Ég ætla aftur á móti að vera heima svona að mestu, ætla að vinna aðeins og svoleiðis stuff en kíki kannski í Oddspartinn á laugardag eða sunnudag. Það er svo gott að hafa vinkonu svona úti í sveit sem maður getur alltaf skroppið til :)

Jæja bið að heilsa í bili og hafið þið góða páska!

10.4.06

Komin heim

Ég er komin heim og í vinnuna eftir strangt námskeið í Bretlandi.
Þetta var frábært námskeið og mjög lærdómsríkt en vá hvað litli heilinn minn þurfti að vinna mikla yfirvinnu!!! Við sátum við frá klukkan hálf níu á morgnana til klukkan sex. Bæði voru fyrirlestrar og kennlutímar á forritið. Það voru 10 manns á námskeiðinu frá 7 löndum og ég var eina konan ;)
Þetta var haldið í University of Greenwich sem er í byggingum frá u.þ.b. 1600. Hrikalega flott og lét mann langa til að læra meira og meira. Vá hvað ég á sko eftir að skrá mig í masterinn og helst doktorsnámið líka á næstu árum.

Ég fór svo á smá flakk um London á laugardaginn og svo heim um kvöldið. Mamma var heima að passa börn og hund á meðan ég var í burtu. Það gekk vel nema að voffi litli ákvað greinilega að þegar ég væri ekki heima þá réði hann!!! Svo hann lét mömmu greyið aldeilis finna fyrir því. Nú verður líka tekið á kalli og hann agaður til svo hann sé í húsum hæfur þótt ég sé ekki nálægt! Engin miskunn!!!!

Jæja bið að heilsa í bili, hef engan tíma til að standa í svona spjalli ;)