Komin heim
Ég er komin heim og í vinnuna eftir strangt námskeið í Bretlandi.
Þetta var frábært námskeið og mjög lærdómsríkt en vá hvað litli heilinn minn þurfti að vinna mikla yfirvinnu!!! Við sátum við frá klukkan hálf níu á morgnana til klukkan sex. Bæði voru fyrirlestrar og kennlutímar á forritið. Það voru 10 manns á námskeiðinu frá 7 löndum og ég var eina konan ;)
Þetta var haldið í University of Greenwich sem er í byggingum frá u.þ.b. 1600. Hrikalega flott og lét mann langa til að læra meira og meira. Vá hvað ég á sko eftir að skrá mig í masterinn og helst doktorsnámið líka á næstu árum.
Ég fór svo á smá flakk um London á laugardaginn og svo heim um kvöldið. Mamma var heima að passa börn og hund á meðan ég var í burtu. Það gekk vel nema að voffi litli ákvað greinilega að þegar ég væri ekki heima þá réði hann!!! Svo hann lét mömmu greyið aldeilis finna fyrir því. Nú verður líka tekið á kalli og hann agaður til svo hann sé í húsum hæfur þótt ég sé ekki nálægt! Engin miskunn!!!!
Jæja bið að heilsa í bili, hef engan tíma til að standa í svona spjalli ;)
3 Comments:
Hæ Anna
Þessi ferð hefur verið ströng en góð. ég ákvað að kíkja loksins á síðuna þína. Takk fyrir meldinguna á model 70. sjáumst vonandi í maí. Kveðja
Addý
Velkomin heim á klakann kæra vinkona.
Velkomin heim kæra mín...og hlakka til að sjá þig.
Bestu kveðjur úr Ameríkunni:)
Inda
Skrifa ummæli
<< Home