27.4.06

Til hamingju Anna og Óli!

Hún Anna "frænka" og hann Óli "100" eignuðust pínu-pínulitla stelpu í fyrradag. Hún fæddist 10 vikum fyrir tíman og var aðeins tæpar 6 merkur. Sú stutta, sem hlotið hefur nafnið Halla Katrín, er hress miðað við aðstæður. Allar mínar hugsanir eru hjá henni og fjölskyldunni allri og vona ég að hún verði fjót að stækka og dafna svo ég geti komist með puttana aðeins í hana :)

En annars er eitthvað þungt yfir mér þessa dagana. Ég hef enga sérstaka ástæðu til þess að falla niður í pytt núna enda þarf yfirleitt engar ástæður til. Pyttirnir hafa sem betur ver verið fáir og grunnir undanfarna mánuði og er ég mjög ánægð með það. Ég hef nefnilega verið að smá-minnka lyfjaskammtinn minn og stefni að því að hætta alveg á kvíðastillandi dótinu einhvern tíman á næsta árinu. Ég hef verið dugleg að gera ýmislegt til þess að koma á móti minnkandi lyfjum eins og að fara út að ganga, vera jákvæð og dekra stundum við sjálfa mig. Samt koma svona dagar þar sem mér finnst hreinlega hundleiðinlegt að lifa :( Ég veit vel að ég hef það gott og allt gengur í haginn hjá mér en eins og ég hef sagt áður, þá er engin skynsemi á bakvið svona pytti. Annars væri þetta varla kallað sjúkdómur heldur væri maður bara fýlupúki eða eitthvað svoleiðis!!
Úff, ég er að hugsa um að skríða bara undir sæng og liggja þar þangað til lífið bankar uppá aftur.

Bið að heilsa þangar til ég nenni undan sænginni aftur....

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu litla systir, reyndu bara að stíga yfir pyttinn og taka á móti sumrinu með sól í hjarta, bara rúmur mánuður í Spánarferð

28 apríl, 2006 11:06  
Anonymous Nafnlaus said...

Æi tækninördinn ég setti kommentið 3svar innn sorry

28 apríl, 2006 11:07  
Blogger Anna Malfridur said...

Tækninördinn ég búin að bjarga því :)
Og takk fyrir þetta stóra systir, ég kemst upp úr pyttinum fyrr en varir.

28 apríl, 2006 11:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ekkert sem heitir,bara ekki tapa gleðinni kæra vinkona :-)

29 apríl, 2006 00:44  

Skrifa ummæli

<< Home