Ferðalagið sem breyttist aðeins
Ég var í fríi í síðustu viku og ætluðum við Dagrún í hjólaferð á austulandið. En við breyttum því aðeins og voru nokkrir samverkandi þættir sem urðu til þess. Í staðinn þá fór ég í Þykkvabæinn og hjálpaði Dagrúnu svolítið og hún hjálpaði mér á móti að stússast í hjólinu sem Einar var að lána mér. Já, ég er komin á Harley!! Mér finnst þetta stórt og þungt hjól þegar ég sit á því en þegar það stóð við hlið margra annarra hjóla um helgina þá virkaði það alls ekkert stórt!! Hmmm, ætli það geti stafað af því að ég sé bara svona lítil og vön léttu og meðfærilegu hjóli? Ja, mér er spurn...
Allavega, þá er ég síðan ég bloggaði síðast búin að hjóla á hálf-bremslulausum sportster austur í Þykkvabæ og aðeins meira, vinna í byggingarvinnu, pússa og bóna nýju græjuna og fara á afmælistmót hjá Óskabörnum Óðins. S.s. frábær vika :)
Landsmót bifhjólafólks er svo framundan um næstu helgi og þangað til brjálað að gera í vinnunni.
Reyni samt að blogga aðeins meira um skemmtilegheitin um síðustu helgi áður en skemmtilegheitin byrja aftur um næstu helgi :)
Bless till later....