Afhverju ...
... gerir maður ekki það sem er manni fyrir bestu?? Alveg er það ótrúlegt, finnst ykkur ekki?
Ég fékk eitt sinn mjög góðar leiðbeiningar um mataræðið ásamt því að ég fékk lyf til að hjálpa mér að ná almennri heilsu, hjá henni Kollu grasalækni hérna um árið. Ég var mjög dugleg að fara eftir öllum hennar ráðum í nokkra mánuði og svo fór að fjara undan dugnaðinum. Ég hef samt ekki alveg farið til baka í það sem fer illa í mig þangað til núna undanfarið að ég hef gersamlega dottið í það...! Vitandi vel hvaða afleiðingar það hefur þá hélt ég samt áfram í skyndibita og tilbúninni fæðu. Enda fékk ég það í bakið svo ekki sé meira sagt. Er komin með endalausan niðurgang og magaverki eins og ég var áður en ég byrjaði fyrst á þessum breytingum og er að auki alveg eins og vel fyllt vatnsblaðra af öllum bjúgnum sem er í skrokknum á mér. Þegar ég vakna á morgnana get ég varla kreppt hnefana af bjúg.
Þetta er ótrúlegt af mannskepnunni að geta ekki haldið sig við það sem er henni fyrir bestu, sérstaklega þar sem ég er búin að prófa að hitt virkar í alvöru og mér leið svo ofboðslega vel.
Jæja, það batnar svosem ekkert við það að berja á sjálfri sér, nú er bara að taka mataræðið föstum tökum og vera dugleg að laga það sem ég er búin að skemma.
6 Comments:
Farðu vel með þig ..
Kveðja Inda
Vá hvað ég kannast við þetta :(
Svona hlutir (mataræðið og ræktin) eru alltaf það fyrsta sem klikkar hjá mér þegar eitthvað bjátar á... og þegar ég þyrfti mest á því að halda...
ótrúlegt...
.. þekki þetta líka. Maður ætlar að vera "góður við sig" en svo er það bara þveröfugt!
Ég er enn að berja hausnum við sama steininn..gleymi "rammanum" reglulega þegar ég er búin að vera góð í smá tíma!
Geturðu ekki fengið þessi Kollu-lyf aftur?
Gangi þér svo vel með að láta þér batna Anna mín :)
held að þetta sé bara mannlegt.. nú líður mér vel og þá get ég svindlað aðeins ...
Kannast við þetta, veit alveg hvað ég á ekki að borða en einhvernveginn "laumast" á matseðilinn minn.
Gangi þér vel með þetta.
Þórdís
Skrifa ummæli
<< Home