4.6.08

Long time-no blog

Já ég veit, ég hef ekki sett neitt hérna inn í rúma viku. Ég ætlaði alltaf að setja inn mynd af nýstúdentinum mínum hérna í síðustu viku en komst aldrei til þess. Svo þegar ég loksins ætlaði að taka myndirnar úr myndavélinni þá hafði Hildur verið búin að því og myndirnar eru allar á tölvunni heima. Ég fer a.á.m. eiginlega aldrei í þá tölvu heldur geri allt tölvutengt í vinnunni svo þannig er nú það. Set inn mynd seinna.

Nýjustu fréttirnar af heimilinu eru þær að Depill er kominn með nýtt heimili. Hann fékk æðislegt heimili með hjálp www.dyrahjalp.org og ef hann hefði fengið að velja þá hefði þetta einmitt verið staðurinn sem hann hefði valið. Hann fór á sveitabæ rétt hjá Akureyri þar sem hann fær að hlaupa um víðan völl allan daginn og leika sér við tveggja ára gamlan Labrador. Auðvitað var svolítið erfitt að láta hann frá sér, sérstaklega fyrir Hildi en það var gott að hann fékk svona góðan stað til að vera á. Nú er allavega eitt mál úr sögunni og ég get einbeitt mér að því að leysa þau næstu :)

Næsta mál sem ég þarf virkilega að leysa er að selja hjólið mitt! Ég er löngu búin að lofa bankanum mínum andvirði þess og rúmlega það.

Annars er undirbúningur fyrir flutninginn á fullu og bara allt að gerast.

bless þar til seinna, er farin í klippingu og svo með stelpurnar í myndatöku, fermingar- og stúdents...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða rugl er í þér kona að ætla að selja hjólið???? Þú selur bara hjólið ef þú ætlar að kaupa annað!!! Annars ekki!!
Gott að hundspottið fann svona fínt heimili.

07 júní, 2008 01:45  
Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að sjá þig annað kvöld!

07 júní, 2008 10:37  

Skrifa ummæli

<< Home