12.6.08

Flutningavesen formlega hafið

Frá og með þessari viku verður íbúðin mín hálf lömuð vegna fyrirhugaðra flutninga. Það er kannski full mikið að vera í tvo mánuði að pakka og flytja en þannig er að Ólöf er að fara í mánaðar Interrail um í byrjun júlí og þarf að vera búin að flytja sig heim til Rúts áður en hún fer. Við Hildur gerum svo ráð fyrir að tæma íbúðina í lok júlí.
Fyrsti í flutningum var því núna í vikunni þegar Ólöf fékk bókahillurnar mínar úr stofunni. Þar með neyddist ég til að byrja að sortera og pakka því sem í þeim var. Ég ætla að vera svo dugleg að henda/selja/gefa þannig að núna er svaka flokkunarkerfi í gangi heima. Ja kannski ekki svaka kerfi en sumt fer til Ólafar, annað fer til Edinborgar með okkur Hildi, sumt fer í geymslu og restin fer á kompudaga í Kolaportinu og það sem ekki hverfur þar fer beint í Góða Hirðinn. Flott plan ekki satt??
Þar sem Ólöf fær líka lánaðan fataskápinn minn þá er næst á dagskrá að tæma hann. Vá hvað flokkunarkerfið verður þokkalega notað þar!! Er samt mest hrædd um að minnsti hlutinn fái að fara með út og stærsti hlutinn fer líklega í flokkinn sem ég gleymdi að telja upp hér að ofan - ruslið! Ástandið inni í þessum skáp er nefnilega orðið heldur dapurlegt, þarf kannski að reyna að þróa með mér ástríðu til þess að kaupa mér föt...!

Ó, er næstum að gleyma aðal fréttunum - ég seldi hjólið á laugardaginn!! :) Var bara sátt við það sem ég fékk fyrir það, hafði sett mér lágmark og fékk það. Núna er svo bara að ýta og ýta á Einar að koma Hallanum á götuna fyrir mig. Einar Marlboro ætlar s.s. að lána mér einn Harley sportster þangað til ég fer út, þessi elska :) Við Dagrún ætlum svo í viku ferðalag á hjólunum núna í lok júní.

Bless þar til næst...

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Váds, bara nóg að gera. Keep up the good work og við sjáumst hressar.

12 júní, 2008 14:16  
Blogger Meðalmaðurinn said...

Samúðarkveðjur - bara ár síðan ég flutti og gat ekki flutt beint í nýju íbúðina og fór í ferðalag og beið á Ísafirði og bjó hjá tengdó og bla bla bla... þetta er mér allt enn í fersku minni. Gangi þér vel :)

13 júní, 2008 00:14  
Anonymous Nafnlaus said...

Congrats með að selja hjólið.
Er svo ekki must að hafa stelpuferð út til þín í heimsókn ;)

13 júní, 2008 01:08  
Blogger Anna Malfridur said...

Takk fyrir góðar kveðjur,
Jú að sjálfsögðu er must að hafa stelpuferð í vetur til mín, það segir sig nú sjálft!

13 júní, 2008 10:48  
Anonymous Nafnlaus said...

Æ hvað ég skil þig vel - það er verk dauðans að flokka og flytja! Ef maður tekur Pollýönnu á þetta er þó gott að losna við óþarfa dót sem hreinlega æpir á mann: plís í guðanna bænum hentu mér, notaðu mig eða finndu handa mér annað heimili ekki seinna en strax!

Þú lætur mig svo vita hvenær von er á ykkur hingað :)

Till then, hafið það gott

16 júní, 2008 12:11  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ ákvað að kvitta á þig svona einu sinni, kíki svona af og til ;-) kv. Sylvía

17 júní, 2008 01:40  
Anonymous Nafnlaus said...

Eins gott að þú færð hjól til afnota ;O) ég hlakka til að fá ykkur í kaffi í sveitasæluna.

20 júní, 2008 23:43  

Skrifa ummæli

<< Home