27.6.07

Hjóli-hjóli-hjóli

Ég gafst upp í vinnunni í gær rétt fyrir kl. 14 vegna veðurs. Það var bara ekki hægt að sitja inni lengur svo ég dreif mig af stað út úr bænum á hjólinu.
Ég byrjaði á því að fara Nesjavallaleiðina til Þingvalla þar sem ég stoppaði og fékk mér ís og pantaði í leiðinni kvöldmat í Þykkvabænum. Þá hélt ég áfram austur og ákvað að beygja alltaf til vinstri á öllum megin gatnamótum til þess að enda ekki á þjóðvegi 1 fyrr en í lokin.
Þannig kom ég við á Laugarvatni, í Reykholti og fór svo rétt upp fyrir Búrfellsvirkjun þar sem ég snéri við. Var að spá í að fara aðeins lengra uppeftir og fara þar yfir Þjórsá og niður með henni hinum megin en þar sem ég var ekki með kort og vissi þ.a.l. ekki alveg hversu langt væri í brúna þarna uppfrá og að auki var orðið helv... hvasst, þá snéri ég bara við og hélt sem leið lá niður á þjóðveg 1 þaðan sem leiðin lá í Þykkvabæinn. Að sjálfsögðu beið þar tilbúinn kvöldmatur eins og húsfreyjunni á bænum sæmir :)
Fínn hjóladagur og telst mér til að ég hafi farið u.þ.b. 430 km í gær, ágætur dagsrúntur það. En vá maður, þvílíka moldrokið sem kom ofan af hálendinu! Ég hélt að ég væri orðin svona voðalega sólbrún og sæt þangað til ég hafði þvegið mér í framan og þá var ég miklu fölari allt í einu! Það fyndnasta var að ég hafði sett á mig varasalva á leiðinni og svo festist moldin öll í honum! HEhehehe!!!

Nú styttist í landsmót. Við Dagrún byrjuðum í gærkvöldi að undirbúa okkur og við það kom fílíngurinn aðeins upp á yfirborðið. Ég hlusta ekki á neitt bull hjá ykkur þarna hjólafólk sem segið að þetta sé of langt í burtu eða að þetta sé ekki eins af því þetta sé ekki lengur landsmót Snigla heldur alls bifhjólafólks, landsmót ER landsmót!!! og auðvitað mæta allir með sama gamla stuðið og vonandi eitthvað nýtt líka :)

Hjóli-hjóli- see ya later....

22.6.07

Þeir geta nú verið frábærir þarna á mbl.is....

Svakalega eru strákarnir í Sniglabandinu orðnir brúnir og útiteknir :)


Sniglabandið á balli. mbl.is/Eggert
Þessi mynd byrtist inni á mbl.is með þessum texta undir, hahahahaha......! Myndin var að vísu tekin á Sniglabandsballi á Nasa en er af einhverju Reggie-bandi sem spilaði á undan Sniglabandinu :)
Skemmtileg mistök :)


13.6.07

Amma á Bökkunum

Ég gleymdi einu í síðustu færslu. Það var að segja ykkur frá henni langömmu minni sem við systkinin köllum alltaf ömmu á Bökkunum en hún var í Kastljósinu í síðustu viku. Hún er alger perla :)
Ég held að þessi linkur virki í 2 vikur frá sýningu í sjónvarpinu.

12.6.07

Út um hvippinn og hvappinn

Ég hef verið aðeins á ferðinni síðan ég bloggaði síðast.
Ég skrapp með bíl vestur til Ísafjarðar á fimmtudaginn og flaug aftur suður á föstudagsmorguninn. Ekki langt stopp í þetta skiptið en náði þó að kyssa nokkrar ömmur og afa :)
Um helgina var svo gelgjuútilega í Þykkvabænum með Hildi og tvær vinkonur hennar ásamt Depli og hundi einnar vinkonunnar. Sem sagt þrjár 13 ára gelgjur og tveir hundar - voða mikið fjör! Við Dagrún og mamma hennar vorum að vísu ekkert að gelgjast neitt heldur hömuðumst við gróðursetningu úti á túni.

Hjólið mitt er komið í öruggar hendur súkku-snillings, sem ætlar að hreinsa blöndunginn og ýmislegt fleira sem þarf að snuddast svo það verði keyrsluhæft. Vá hvað ég ætla að taka marga góða rúnta þegar þetta verður komið í lag, er alveg að fá hjóla-fráhvarfseinkenni !!

Það ríkir ennþá voða mikil sorg á heimilinu þar sem Baktus litli hefur ekki fundist. Stelpurnar og Rútur eru búin að labba um allt hverfið og við settum auglýsingu í Sunnukjör og hjá Kattholti en ekkert hefur af honum frést :( Karíus saknar bróður síns voðalega mikið og er allt í einu farinn að mjálma við okkur miklu meira en hann gerði.

Eitt að lokum (stílað á hjólafólk sem les þessa síðu!), hver vill vera með í hringferð fyrir landsmót??? Hef heyrt nokkrar jákvæðar raddir þar að lútandi en nú er líklega mál að fara að skipulegga eitthvað og finna út hversu margir vilja slást í för :)

Bless þar til næst....