Hjóli-hjóli-hjóli
Ég gafst upp í vinnunni í gær rétt fyrir kl. 14 vegna veðurs. Það var bara ekki hægt að sitja inni lengur svo ég dreif mig af stað út úr bænum á hjólinu.
Ég byrjaði á því að fara Nesjavallaleiðina til Þingvalla þar sem ég stoppaði og fékk mér ís og pantaði í leiðinni kvöldmat í Þykkvabænum. Þá hélt ég áfram austur og ákvað að beygja alltaf til vinstri á öllum megin gatnamótum til þess að enda ekki á þjóðvegi 1 fyrr en í lokin.
Þannig kom ég við á Laugarvatni, í Reykholti og fór svo rétt upp fyrir Búrfellsvirkjun þar sem ég snéri við. Var að spá í að fara aðeins lengra uppeftir og fara þar yfir Þjórsá og niður með henni hinum megin en þar sem ég var ekki með kort og vissi þ.a.l. ekki alveg hversu langt væri í brúna þarna uppfrá og að auki var orðið helv... hvasst, þá snéri ég bara við og hélt sem leið lá niður á þjóðveg 1 þaðan sem leiðin lá í Þykkvabæinn. Að sjálfsögðu beið þar tilbúinn kvöldmatur eins og húsfreyjunni á bænum sæmir :)
Fínn hjóladagur og telst mér til að ég hafi farið u.þ.b. 430 km í gær, ágætur dagsrúntur það. En vá maður, þvílíka moldrokið sem kom ofan af hálendinu! Ég hélt að ég væri orðin svona voðalega sólbrún og sæt þangað til ég hafði þvegið mér í framan og þá var ég miklu fölari allt í einu! Það fyndnasta var að ég hafði sett á mig varasalva á leiðinni og svo festist moldin öll í honum! HEhehehe!!!
Nú styttist í landsmót. Við Dagrún byrjuðum í gærkvöldi að undirbúa okkur og við það kom fílíngurinn aðeins upp á yfirborðið. Ég hlusta ekki á neitt bull hjá ykkur þarna hjólafólk sem segið að þetta sé of langt í burtu eða að þetta sé ekki eins af því þetta sé ekki lengur landsmót Snigla heldur alls bifhjólafólks, landsmót ER landsmót!!! og auðvitað mæta allir með sama gamla stuðið og vonandi eitthvað nýtt líka :)
Hjóli-hjóli- see ya later....
1 Comments:
heyrðu bara svakaferðalag á minni? Verður gaman að fá ferðasögu hérna inn og jafnvel myndir :-)
kv Sylvia
Skrifa ummæli
<< Home