Út um hvippinn og hvappinn
Ég hef verið aðeins á ferðinni síðan ég bloggaði síðast.
Ég skrapp með bíl vestur til Ísafjarðar á fimmtudaginn og flaug aftur suður á föstudagsmorguninn. Ekki langt stopp í þetta skiptið en náði þó að kyssa nokkrar ömmur og afa :)
Um helgina var svo gelgjuútilega í Þykkvabænum með Hildi og tvær vinkonur hennar ásamt Depli og hundi einnar vinkonunnar. Sem sagt þrjár 13 ára gelgjur og tveir hundar - voða mikið fjör! Við Dagrún og mamma hennar vorum að vísu ekkert að gelgjast neitt heldur hömuðumst við gróðursetningu úti á túni.
Hjólið mitt er komið í öruggar hendur súkku-snillings, sem ætlar að hreinsa blöndunginn og ýmislegt fleira sem þarf að snuddast svo það verði keyrsluhæft. Vá hvað ég ætla að taka marga góða rúnta þegar þetta verður komið í lag, er alveg að fá hjóla-fráhvarfseinkenni !!
Það ríkir ennþá voða mikil sorg á heimilinu þar sem Baktus litli hefur ekki fundist. Stelpurnar og Rútur eru búin að labba um allt hverfið og við settum auglýsingu í Sunnukjör og hjá Kattholti en ekkert hefur af honum frést :( Karíus saknar bróður síns voðalega mikið og er allt í einu farinn að mjálma við okkur miklu meira en hann gerði.
Eitt að lokum (stílað á hjólafólk sem les þessa síðu!), hver vill vera með í hringferð fyrir landsmót??? Hef heyrt nokkrar jákvæðar raddir þar að lútandi en nú er líklega mál að fara að skipulegga eitthvað og finna út hversu margir vilja slást í för :)
Bless þar til næst....
1 Comments:
ég hefði nú verið til að koma með en þar sem að ég er á hundanámskeiði til kl21 á fimmtudagshvöld (dauðasynd ég veit) og þarf að vera mætt á mánudagshvöld suður aftur til að kenna sjálf þá gerir maður víst voða lítið þetta árið.. kannski brenna á móti á þriðjudags morgni ??
Skrifa ummæli
<< Home