29.4.09

Próf framundan

Ég er búin að skila inn "pre-dissertation" sem er stórt verkefni og undirbúningur fyrir lokaverkefnið mitt. Núna eru þrjú próf framundan hjá mér, það fyrsta næsta mánudag og hin tvö þann 15. og 16. maí. Ég þarf að læra HELLING fyrir þessi próf svo nú er um að gera að halda vel á spöðunum næstu vikurnar.

Ég er svoddan sveitaskrúfa, hef aldrei áður búið í útlöndum, svo að mér finnst hin einföldustu atriði hérna skemmtileg :) Til dæmis vorið, ohh yndislegt að sjá trén blómstra! Hef bara heyrst um svoleiðis í bíómyndum og bókum en aldrei séð það sjálf með eigin augum. Hérna eru Kirsuberjatrén bleik og hvít (er sko búin að spurjast fyrir um hvaða tré þetta eru því ekki vissi ég það!) og vá hvað það er yndislega fallegt! Set inn myndir af því bráðum.

Kveðja til allra sem kíkja hingað inn :)

19.4.09

Langt á milli færsla

Það er farið að líða langt á milli færsla hérna hjá mér enda nóg að gera og ég orðin árinu eldri - takk fyrir allar afmæliskveðjurnar elskurnar !!
Við áttum yndislega páska með Dagrúnu, sýndum henni t.d. Kastalann og ýmislegt hérna í borginni og svo held ég að við höfum borðað endalaust mikið þessa daga sem hún var hjá okkur. Á páskadag eldaði Dagrún svakalega góðan kalkún fyrir okkur, ég sá um meðlætið og Hildur gerði Toblerone-ís á kókosbotni í eftirrétt. Þvílík sæla!!

Þarna eru þær stöllur komnar á kaf í matarundirbúing en þó ennþá á náttfötunum enda er það svo notalegt :)










Hérna er Hildur með eftirréttinn tilbúinn, mmmmmmm.......!









Framundan er svo mikil vinna hjá mér, á að skila stóru verkefni núna á miðvikudaginn sem ég er langt komin með og svo eru þrjú próf í maí sem ég þarf að læra töluvert mikið undir.

Hildur er komin með loforð um sumarvinnu í fjórar vikur í vinnuskólanum í Reykjavík svo það lítur út fyrir að hún fari heim í júní. Hún er líka búin að fá inni hjá þeim heiðurshjónum Elínu og Jóni í Grýtubakkanum, foreldrum Dagrúnar og það er mikill munur að eiga svona góða að. Það verður skrýtið að vera ein hérna í sumar en ég kem til með að hafa nóg að gera við að skrifa mastersritgerðina mína svo þetta verður fljótt að líða.

Að lokum mynd af íslensku og útlensku páskaeggjunum (er svo einhver hissa á holdafarinu á mér??)

9.4.09

Páskar framundan

Dagrún mætti í gærkvöldi með fulla tösku af góðgæti að heiman. Hún er auðvitað mjög auðfús gestur en ekki var það verra að hún skildi færa okkur íslenskt lambakjöt, Ora baunir til að hafa með því, Nóa páskaegg og fullt af lakkrís - ég sé fram á mikla óhollustu framundan!!

Á meðan Ólöf og margir aðrir sem ég þekki eiga ljúfa páskadaga á Ísafirði þá ætlum við Hildur að sýna Dagrúnu Edinborg og eiga ljúfa daga hérna líka.

Gleðilega páska öll sömul, hvar í heiminum sem þið eruð stödd!!!