Próf framundan
Ég er búin að skila inn "pre-dissertation" sem er stórt verkefni og undirbúningur fyrir lokaverkefnið mitt. Núna eru þrjú próf framundan hjá mér, það fyrsta næsta mánudag og hin tvö þann 15. og 16. maí. Ég þarf að læra HELLING fyrir þessi próf svo nú er um að gera að halda vel á spöðunum næstu vikurnar.
Ég er svoddan sveitaskrúfa, hef aldrei áður búið í útlöndum, svo að mér finnst hin einföldustu atriði hérna skemmtileg :) Til dæmis vorið, ohh yndislegt að sjá trén blómstra! Hef bara heyrst um svoleiðis í bíómyndum og bókum en aldrei séð það sjálf með eigin augum. Hérna eru Kirsuberjatrén bleik og hvít (er sko búin að spurjast fyrir um hvaða tré þetta eru því ekki vissi ég það!) og vá hvað það er yndislega fallegt! Set inn myndir af því bráðum.
Kveðja til allra sem kíkja hingað inn :)