19.4.09

Langt á milli færsla

Það er farið að líða langt á milli færsla hérna hjá mér enda nóg að gera og ég orðin árinu eldri - takk fyrir allar afmæliskveðjurnar elskurnar !!
Við áttum yndislega páska með Dagrúnu, sýndum henni t.d. Kastalann og ýmislegt hérna í borginni og svo held ég að við höfum borðað endalaust mikið þessa daga sem hún var hjá okkur. Á páskadag eldaði Dagrún svakalega góðan kalkún fyrir okkur, ég sá um meðlætið og Hildur gerði Toblerone-ís á kókosbotni í eftirrétt. Þvílík sæla!!

Þarna eru þær stöllur komnar á kaf í matarundirbúing en þó ennþá á náttfötunum enda er það svo notalegt :)










Hérna er Hildur með eftirréttinn tilbúinn, mmmmmmm.......!









Framundan er svo mikil vinna hjá mér, á að skila stóru verkefni núna á miðvikudaginn sem ég er langt komin með og svo eru þrjú próf í maí sem ég þarf að læra töluvert mikið undir.

Hildur er komin með loforð um sumarvinnu í fjórar vikur í vinnuskólanum í Reykjavík svo það lítur út fyrir að hún fari heim í júní. Hún er líka búin að fá inni hjá þeim heiðurshjónum Elínu og Jóni í Grýtubakkanum, foreldrum Dagrúnar og það er mikill munur að eiga svona góða að. Það verður skrýtið að vera ein hérna í sumar en ég kem til með að hafa nóg að gera við að skrifa mastersritgerðina mína svo þetta verður fljótt að líða.

Að lokum mynd af íslensku og útlensku páskaeggjunum (er svo einhver hissa á holdafarinu á mér??)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað mig langar í svona ís... lítur verulega vel út
Kveðja Dísa

21 apríl, 2009 14:50  
Anonymous Nafnlaus said...

ooo hvað þetta hefur verið notó hjá ykkur! en svo vænti ég þess að við séum allar farnar að maula gulrætur og kál eftir allt þetta páskasukk!!!!
Kv Jóna Guðný

21 apríl, 2009 17:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Já það er sko langt á milli blogga hjá þér... eins og fleirum. Fylgist alltaf svona aaaðeins með þér hvað þú ert að stússa og ekki alveg laust við að þín sé saknað... ekki sést á Bakkastöðunum leeeengi.

Halla Önnumamma.

27 apríl, 2009 10:56  

Skrifa ummæli

<< Home